Opinber Heimasíða hökkuð!!

Nú í kvöld var heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar hökkuð.

Þetta er gríðarlega slæmt því að mjög margir nota síðuna til að nálgast ýmsar upplýsingar um þjónustu sveitarfélagsins.

Þarna má nálgast upplýsingar um öll símanúmer og netföng starfsmanna bæjarins, opnunartíma bæjarskrifstofu, íþróttahúss, sundhallar, skíðasvæðis, bókasafns og hafnarskrifstofu.

Allar upplýsinar fyrir ferðamenn um gistingu veitingar, opnunartíma verslana, söfn, áætlanabifreiðar, ferjuna, hjóla og bátaleigu, golfvöllinn og veiði í Fjarðará og gönguleiðir.

Þarna er líka að finna upplýsingar um gjaldskrá stofnana bæjarins og ýmsar upplýsingar sem fólk þarf sem er að skoða möguleika á að flytja til bæjarins.

HACKED_1

En þessar upplýsingar eru sem sagt ekki aðgengilegar núna, vegna þess að einhver Tyrki hakkaði síðuna.  Spælandi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Þú segir hakkfréttir Jón Halldór. 

Það hefur fundist veikleiki í sql-gagnagrunni og hópur sem kallar sig hayalet-hack.com staðið á bak við innbrotið.

Hópurinn gortar sig á innbrotinu á montvefsíðu hakkara. Skrítinn heimur! 

Hér er vefsíða sem segir frá innbroti í október á síðasta ári á sfk.is

Hvað er til ráða til að verjast svona árásum. Það er að vera með vefinn hjá traustum þjónustuaðilum sem uppfæra vélbúnað reglulega og taka afrit. Einnig þurfa hönnuðir vefja að fylgjast vel með og uppfæra hugbúnaðarpakka.

Sigurpáll Ingibergsson, 26.1.2008 kl. 12:57

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Síðan hefur enn verið hökkuð. Hvað er í gangi?

Jón Halldór Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 12:13

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Á montsíðunni kemur fram að þeir eru í stríði við okkur. Við Seyðisfjörð!

Jón Halldór Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband