12.1.2008 | 01:33
Skref í rétta átt.
Mér varð tíðrætt um málefni "Gamla Ríkisins" hér á þessum stað fyrir jólin. Gamla ríkið úti á Hafnargötu er einnig nefnt Imslandshús. Nú í vikunni komu fulltrúar Minjaverndar og Fjármálaráðuneytisins hingað austur á Seyðisfjörð og það er verið að vinna að samningi þessara aðila um endurbætur á þessu húsi. Ég gleðst yfir því.
Í dag, laugardag opnar í Skaftfelli yfirlitssýning um Íslenska myndlist. Búið er að kaupa betri búnað til kvikmyndsýninga í Félagsheimilið Herðubreið. Seyðisfjarðarkaupstaður er að einnig að skoða möguleika á að koma upp góðri aðstöðu fyrir mótocross í Stafdal. Þannig að óhætt er að segja að heimabærinn minn sæki fram á öllum vígstöðvum á menningarsviðinu. Þetta eru allt skref í rétta átt. Þó vil ég segja að varðandi motocross braut, þá þarf að huga að því að sú ágæta starfsemi valdi ekki spjöllum og truflun fyrir aðra.
Fréttir bárust líka af því að Blue Water er að fara að hefja vöruflutninga til Seyðisfjarðar með svokölluðu Ro Ro skipi og svo kemur Norrönan okkar eins og vorboði þegar nálgast apríl.
Fyrsta loðnan í marga mánuði barst til bræðslu í vikunni, sem er jákvætt, en mikil óvissa er um hvort við fáum almennilega vertíð. Vonum hið besta.
Ég lýk hér með þessu "pepp bloggi" fyrir Seyðfirðinga, því þessa vikuna bárust óvenjumargar jákvæðar fréttir af mannlífi og bæjarmálum á Seyðisfirði. Með von um að geta skrifað aftur svona jákvætt innslag fljótlega.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.