Tifandi tímasprengja!

Ég fór í mikla glæfraför í gærkvöldi.  Skrapp á fund sem Samfylkingin hélt á Neskaupstað.  Fundurinn byrjaði kl. 20.00 en ég komst ekki af stað fyrr en kl. 18.50.  Fyrir vikið mættum við 25 mínútum of seint.  Leiðin milli Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar er rétt um 100 km og yfir 3 fjallvegi að fara. Bein loftlína er hins vegar 20 km milli þessara staða.  En sem sagt, ég missti að upphafi þessa frá bæra fundar í Egilsbúð.

Það var skemmtileg tilviljun, að þegar við komum í salinn var Kristján Möller samgönguráðherra að tala um Norðfjarðargöng, sem eru næsta jarðgangaframkvæmd á Austurlandi.  Vissulega brýn samgöngubót fyrir Norðfirðinga.  

En af hverju er þetta mikilvæg framkvæmd fyrir þá? Norðfjörður á allt undir bættum samgöngum, bæði atvinnurekstur og atvinnuþáttaka bæjarbúa. Fjöldi manns sækir vinnu yfir Oddskarð á hverjum degi. Leiðin liggur í yfir 600 m hæð yfir sjávarmáli og er eina landtengingin fyrir byggðarlagið við aðra bæi. Þess vegna eiga samgöngubætur fyrir Neskaupstað að vera forgangs verkefni!

Jarðgangatenging fyrir Seyðisfjörð á líka að vera forgangsmál. Nákvæmleg á sömu forsendum og það sem gildir fyrir Neskaupstað.

Ég minni á hugmyndir um að tengja Mið-Austurland með jarðgöngum og mynda öflugt byggðasvæði, sem getur snúið byggðaþróun á Austurlandi við.  Á síðasta ári fækkaði íbúum í öllum sveitarfélögum á Austurlandi nema einu. Það var Borgarfjörður eystri, en þar stóða íbúafjöldi í stað.

Það væri mikið til vinnandi að stórbæta búsetuskilyrði á Austurlandi með góðum samgöngum.

Mið Austurland er sá landshluti sem er verst settur á landinu í samgöngum. Hér eru margir byggðakjarnar á litlu svæði. Þeir eru aðskildir með háum og erfiðum fjallvegum.  Það er unnt að leysa þetta mál með einni framkvæmd.

Austfirðingar eru að snúa baki við hreppasjónamiðum. Stjórnmálamenn stefna að öflugri sveitarfélögum.  Austurland býður upp á mikla möguleika. 

Slæmar samgöngur eru eins og tifandi tímasprengja.  Aftengjum hana sem fyrst.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur vonandi komið þessu á Möllerinn. En það þarf að vera sátt heimamanna um forgangsröð. Hvað segja seyðfirðingar?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 11:39

2 identicon

Ég meina eru menn þar samstiga við t.d. Egilsstaðabúa?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, það er mikill samhljómur við Fljótsdalshérða og reyndar Fjarðabyggð í þessu máli.  Norðfirðingar eru búnir að búa við erfiðustu vetrarsamgöngur sem nokkur bær hefur mátt búa við á Íslandi, ásamt okkur, vel að merkja, þannig að þeir vilja fá almennileg göng sem fyrst og það er ekki hægt annað en að skilja það.

Vandinn við þá kröfu annarra að austfirðingar allir eigi að koma sér saman um forgangsröð, er sá að hér eru svo mörg verkefni sem kalla. Þess vegna verður aldrei alger samstaða. Aldrei.

Það er mikið auðveldara að ná algerri samstöðu Eyfirðinga um að Vaðlaheiði sé næst.  Er það ekki eini hóllinn sem á eftia að gegnumstinga á Norðurlandi?

Jón Halldór Guðmundsson, 11.1.2008 kl. 16:45

4 identicon

Mikið á sig lagt fyrir einn samfylkingarfund.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 19:52

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já og ég sko ekki eftir því að fara þangað.  Það er bara gaman að fylgjast með pólítíkinni núna. 

Ég veit að mjög margir dást að henni Jóhönnu Sigurðardóttur. Hennar tími er sko sannarlega kominn. Og margra annarra sem hafa staðið mjög höllum fæti í samfélaginu

Svo er Ingibjörg Sólrún.  Það ber ekki mikið á henni, en það er ljóst að hún vinnur mjög markvisst að því að leiða þessa stjórn til góðra verka, ásamt Geir.  Ég er eiginlega aðdáandi þeirra beggja.

Nú svo er hann Björgvin.  Ég hef undanfarið fylgst nokkuð með bloggi há ýmsu fólki.  Bara venjulegu fólki. Björgvin er að taka á mörgum málum, sem enginn viðskiptaráðherra hefur sinnt.  Seðilgjöld, stimpilgjöld og fit kostnaður. Það er búið að bölva þessu mikið árum saman.Var virkilega ekki kominn tími til að gera eitthvað annað en tuldra úti i horni.  Spurningin er ekki hvort maður er endilega í liði með Samfylkingunni, en allavega ætti hinn almenni maður að fara að átta sig á að Samfylkingin er í liði með honum.

Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfisráðherra.  Hún fer með málaflokk sem hvað mestur styr hefur staðið síðustu árin í samfélaginu.  Taktu eftir því að enginn efast um að hún ber umhverfið fyrir brjósti og flestir sjá að hún vinnur vel að málaflokknum.  Hún er að vinna frábært verk.

Kristján Möller,  er samgönguráðherra.  Þetta er ráðuneyti mikilla framkvæmda og að mikill þrýstingur er á úrbætur í samgöngur í þessum og hinum landshlutanum.  Búið er að marka stefnu um stóraukið fé til vegamála og eftir margra ára hægagang og eilífar frestanir á framkvæmdum, er mikill slagur um hvar á að byrja núna og hvenær þetta verður gert.  Nú eru ferðamálin og málefni sveitarfélaga komin í þetta ráðuneyti og greinilegt að mikilvægi ráðuneytisins hefur aukist mikið.  Athyglisvert er að fylgjast með því,  hve miklar kröfur flokksmenn annarra flokka gera til Kristjáns og gaman að sjá að hann rís undir þeim öllum.  Það er engin miskunn hjá Kristjáni.

Það er fullt af fólki í samfylkingunni sem ég get verið ósammála um ýmislegt. En við erum sammála um jafnrétti og lýðræði, sem aðalatriðin í okkar hugsjónum.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 02:12

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það var mjög vel mætt á þennan fund og einhvern veginn var einhver ólýsanlegur kraftur í fundinum.  Einar Már var alveg glimrandi góður ræddi meðal annars um aðdragandann að stjórnarmyndun.  Og Kristján var líka magnaður, hann ræddi mikið um vegamálin og símamál og útbreiðslu háhraðanetsins.  Ágúst Ólafur fjallaði mikið um verðlagið á Íslandi og benti hann á mörg atriði sem eru beinar kjarabætur fyrir almenning.  Til dæmis vaskur á lyfjum og bleyjum. Há vörugjöld á ýmsum vörum.  Þetta er ekkert náttúrulögmál. 

Ég hef aldrei farið áður á pólitískan fund á Norðfirði,  en ég ímynda mér að það hefur oft verið gaman á fundum hjá alþýðubandalaginu sáluga á Norðfirði í denn.  Fyrst gömlu kratarnir og hægfara armur þáverandi alþýðubandalags er svona kraftmikill,  hvernig var þá þegar þessir rauðustu voru með? 

Jón Halldór Guðmundsson, 12.1.2008 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband