Úrtökumót 2008,

Í dag hefst bridgemót á Seyðisfirði.

Þetta mót er sveitakeppni og er til að velja 4 sveitir sem öðlast rétt til að fara í íslandsmótið í sveitakeppni í bridge.

Við fengum leyfi hjá bæjarstjóra til að spila í svokölluðu ferjuhúsi, en það hús stendur við ferjubryggjuna og er notað til að afgreiða Norrönu og reyndar önnur skip sem koma til Seyðisfjarðar.

Mótið hefst í dg kl. 18.00 og lýkur seinni partinn á morgun, laugardag.

Vel á minnst, ferjan.  Það eru smá breytingar þar.  Ferjan hefur ekki siglt á Seyðisfjörð undanfarnar vikur.  Ekki er ljóst hvenær hún byrjar að sigla á Ísland aftur, en hún fer til Hamborgar í slipp til að láta laga stöðugleikabúnaðinn, sem skemmdist á siglingu í stórsjó milli Hjaltlands og Noregs um miðjan nóvember.

Hins vegar er búið að fá annað skip sem mun sigla til Íslands árið um kring og er það vöruflutningaskip.

Myndin sem fylgir þessari grein var tekin rétt hjá ferjuhúsinu.  Það er brú sem tengir uppfyllinguna þar sem höfnin er við Ölduna.  Fyrir innan þessa brú voru stórir steinar sem selir notuðu til að tylla sér á.  Ég tók þessa mynd fyrir 2 árum.  Nú er búið að taka þessa steina og selirnir sjást ekki í nýja lóninu lengur.

IMG_1550


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband