Einn léttur!

roulette

Utanríkisráðherra ónefnds Afríkuríkis var í heimsókn í Rússlandi hjá kollega sínum.  Móttökurnar í Rússlandi voru höfðinglegar og boðið var upp á margvíslegar skemmtanir, dýrindis veislur og vín og í stuttu máli sagt var þetta stórkostleg heimsókn.

Á lokadegi heimsóknarinnar sagði Rússneski utanríkisráðherrann; "Þar sem nú er komið að lokum heimsóknar þinnar er tími kominn til að gefa þér tækifæri til að kynnast hinum þjóðlega leik okkar: Rússnesku Rúllettunni. Eitt hylkið í hvorri skammbyssu er hlaðið, þú snýrð sílindrinum og miðar á hausinn á þér og tekur í gikkinn."

Afríkumanninum varð um og ó, en hann var stoltur maður kominn af stríðsmönnum og ekki kom til greina að sýna nein merki um ótta. Báðir tóku byssur sínar og sneru sílindrinum og hleyptu af.

Bæði skothylkin voru tóm og þeir dæstu báðir af fögnuði, en reyndu að láta sem minnst á því bera.

Afríski utanríkisráðherrann var snortinn af þessum leik,  sem reyndi svo mjög á hugrekki og hugsaði mikið um hvað hann gæti gert næsta ár,  þegar hinn rússneski kollegi myndi koma til Afríku í heimsókn.

Þegar að þeirri heimsókn kom fékk rússinn mjög höfðinglegar móttökur í veislum,  skrautsýningum og skemmtunum.  Og upp rann lokadagur heimsóknarinnar til Afríku.

Þá fór Afríkumaðurinn með gest sinn að afviknu einkaherbergi í höll sinni og sagði:

"Nú er komið að þér að reyna "Afrísku Rúllettuna".  Þeir héldu síðan inn í herbergið og þar voru fyrir sex afar föngulegar kviknaktar ungar afrískar konur.

Afríski ráðherrann sagði; "Þetta eru fegurstu konur ættflokksins.  Hver þeirra sem er er tilbúin til að gefa þér munnmök.  Veldu þér eina!

Rússinn var mjög hissa á þessum óvenjulega leik, og spurði af hverju þetta héti Afríska Rúllettan? Þetta er vel boðið og þetta er frábær leikur og allt það,  en hvar er hættan fólgin í honum, af hverju er þetta kallað afríska rúllettan? 

Þá brá fyrir glotti á Afríska utanríkisráðherranum, er hann sagði: 

"Ein stúlkan er mannæta!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband