Um jólarestina.

Góðan dag og gleðilegt ár.

Jólatrésskemmtun Lions klúbbsins var vel heppnuð að vanda og mættu nálægt 100 manns á ballið.  Jólasveinarnir sem komu núna voru fleiri en nokkru sinni fyrr og hvort um er að kenna mistökum í Bjólfi eða því að þeim finnist svo gaman að koma hingað, skal ég ekki skera úr.  Hins vegar voru yngri jólasveinar nú í hópnum, þannig að sennilega finnst þeim einfaldlega svo skemmtilegt að koma hingað.

Ég var líka mjög feginn að Dúfnakrækir skyldi ekki koma, en sem kunnugt er, er stærsti bjargdúfnastofn Íslands á Seyðisfirði.

Firmakeppni Hugins gekk líka mjög vel. Margir skemmtilegir leikir í karla og kvennaflokki fóru fram.  

Jóla bridgemótið fór fram á laugardaginn.  Til leiks mættu 13 pör.  Keppnin var skemmtileg og jöfn, en þó er ekki hægt að segja annað en það að "Pallarnir" eða Páll Ágústsson og Páll Vilhjálmsson hafi sigrað sannfærandi, annað árið í röð. Vel gert hjá þeim.  Í öðru sætu urðu Kári Borgar og Jón Seyðfirðingur (Jón B Ólafsson, aka Jón Borgfirðingur).

Á sunnudaginn fór ég svo á jólamót á Reyðarfirði.  Það var tvímeningur með þáttöku 19 para.  Þegar mótinu lauk um kl. 20.00 var ófært vegna óveðurs til Seyðisfjarðar og reyndar meira og minna um allt svæðið. Rafmagnstruflanir líka og almennt ástand.

Þá var slegið upp nýju móti í formi hraðsveitarkeppni og spilað til að ganga 24.00.

Borgfirðingar, Seyðfirðingar og Fjarðabyggð áttust við.

Þegar því móti lauk um kl. 11.30 héldum við heim,  þrátt fyrir að upplýsingar á neti og textavarpi segðu að Fjarðarheiði væri ófær vegna óveðurs.  Þær upplýsingar voru rangar og veður hið besta á heiðinni, en vegurinn hins vegar þungfær vegna  þess að ekki hafði verið rutt mestallan daginn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 20:24

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

varst þú ekki jólaschveinn

Einar Bragi Bragason., 3.1.2008 kl. 00:21

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Nei, en ég hefði verið ein gutes Jólaschweinhund, ekki satt?

Jón Halldór Guðmundsson, 3.1.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband