Annasöm helgi!

Nú um helgina er mikið um að vera á Seyðisfirði.

Firmakeppni Hugins í innanhúsfótbolta fór fram í gær og tókst vel.  5 lið kepptu í kvennaflokki og einhver 10 lið í flokki karla. Ekki spurning.

Í dag, laugardag er jólatréskemmtun Lions og Jólasveinafélags Eystri Gagnheiðar (JEG) klukkan 14 til 16. Tónlist dans og kaffiveitingar. Það er klárt.

Í kvöld hefst jólabridgemótið kl. 18.00. Tvímenningur og allir velkomnir. Þegar þetta er skráð hafa 11 pör skráð sig. Engin Miskunn.

Á sunnudaginn 30. des er svo hið rómaða og stórskemmtilega bocciamót Viljans. Það borgar sig að skrá sig hjá Unni Óskasr sem fyrst.  Það er gaman að vera með, en aðeins mjög klókir og flinkir spilararar eiga möguleika á að komast langt í þessu móti. Það geta hins vegar allir tekið átt og skemmt sér vel.  Viltu ræða þetta eitthvað frekar eða .... ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilega hátíð. Kveðja til þíns fólks fyrir vestan.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 17:42

2 identicon

GLEÐILEGT ÁR!!!
Hvernig gekk svo um helgina í öllu fjörinu?
Hérna hjá okkur er algjörlega stillt veður og ískalt, en enginn snjór ennþá :-( væri sko alveg til í smá snjó til að birta upp hjá okkur skammdegið.
Kærar kveðjur til ykkar allra, Begga

Begga Knútsd. (IP-tala skráð) 2.1.2008 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband