Jólastemming.

Ég var eiginlega alveg hress með að fá svona smá jólasnjó.  Hvít jól eru jú alltaf miklu meira ekta, ekki satt?

Kannski tengist þetta minningum um jól í bernsku manns,  ég býst við því. 

Fjölskyldan tók sameiginlegan labbitúr með jólakortin í gær og þá var þessi mynd tekin.

Í gærkvöldi var svo hamborgarhryggur snæddur eins og venjan er á aðfangadagskvöld hér á bæ. Ég segi hér á bæ, því við erum að halda fyrstu jólin í nýju húsi.  Það eru breytingar, en ekki svo miklar...

Ég talaði við Beggu mágkonu og þau voru einmitt líka með hamborgarhrygg líka.  Þú ert með danskan hamborgahrygg? spurði ég.  Þau búa nefnilega í Sönderborg í Danmörku og halda jólin þar.  Nei, þýskan! svaraði sú stutta.  Já auðvitað,  ekta "Hamborgar"hrygg! sagði ég.  Nei reyndar var þetta Flensborgarhryggur! sagði hún þá.  

Í dag eru fjölskyldan enn í róelgheitunum og allir búnir að fá sér ekta Seyðfirskt Möggu Veru heitt súkkulaði.  Þetta er drykkur sem færir yfir mann mikla syfjutilfinningu,  burt séð frá því hvort maður er illa eða vel útfsofinn.

Í kvöld er svo jóla hangikjöt á Austurveginum hjá honum Knúti pabba hennar Möggu Veru.  Hann eldar best hangikjöt sem ég smakka maðurinn.  Meiriháttar.  Ekki er nú ólíklegt að það verði jafnvel enn betra en fyrr núna,  þar sem hún Lilja er vís til þess að leggja karlinum lið í eldhúsinu.  

 family


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

GLEÐILEG JÓL enn og aftur... mikið öfunda ég ykkur af jólasnjónum og kannski ekki síst af heita súkkulaðinu hennar Möggu Veru og hangikjötinu hans pabba...
Hafið það nú gott það sem eftir er af jólunum, við heyrumst nú væntanlega eitthvað meira yfir hátíðirnar
JÓLAKNÚS Á ÞIG OG ÞÍNA!!!
Kv. Begga

Begga Kn. DK (IP-tala skráð) 25.12.2007 kl. 22:58

2 identicon

Nýársóskir til þín og þinna. Sá á myndum að birta fer á Seyðisfirði.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.12.2007 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband