20.12.2007 | 00:45
Bjólfsgata 7 100 ára
Á þessu ári eru liðin 100 ár frá byggingu þessa húss. Þetta er Bjólfsgata 7 á Seyðisfirði.
Þetta hús, sem Stefán Th Jónsson athafnamaður byggði á Seyðisfirði, þegar Seyðisfjörður gegndi á margan hátt forystuhlutverki á landsvísu, er byggt í nýklassískum stíl.
Hvort sem litið var til verslunar, eða ýmisskonar iðnaðar, eða menningar og útgáfustarfsemi, voru margir forrystumenn með aðsetur í þessum bæ.
Einkum var Seyðisfjörður framarlega hvað ýmsar tækninýjungar varðar.
Í þessu húsi var Stefán með verslun um árabil. Íbúðarhús Stefáns stendur hinum megin við götuna og er það sömuleiðis hið glæsilegasta. Það er skilgreint sem hús byggt í Sveitser stíl.
Síðan eru liðin mörg ár og húsið hefur hýst skrifstofu fiskvinnslu og útgerðar, tannlæknastofur, prentsmiðjur, bæjarskrifstofur og loks skrifstofu Sýslumanns.
Nú er þar skrifstofa Sýslumannsins á Seyðisfirði.
Árið 1998-9 fóru fram gagngerðar endurbætur á húsinu og þykir mörgum þetta eitt glæsilegasta hús landsins, jafnt að utan- sem innanverðu. Arkitektar að endursmíði hússins voru Björn Kristleifsson og Þóra Guðmundsdóttir.
Nánar um gömlu glæstu húsin á Seyðisfirði má finna á þessari slóð:
http://www.sfk.is/gamli/ferdamal/gengidumgamlabaeinn-isl.pdf
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er gull....og já öll þessi gömlu hús
Einar Bragi Bragason., 20.12.2007 kl. 01:42
Glæsileg þessi gömlu hús á Seyðisfirði. Gott að þið eruð ekki á húsaveiðum eins og tíðkast við Laugarveginn í Reykjavík. Enda passið þið ykkar gamla ríki. Jólakveðjur að norðan.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 09:24
Gleðileg jól og takk fyrir skemmtilegt bloggár :)
Á víst nokkrar myndir af þessu húsi
http://www.photo.is/skoli/hus/pages/DSCF0019.html
Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.12.2007 kl. 01:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.