Á að friða hverja fúaspýtu?

 

Nokkuð hefur borið á því í umræðunni undanfarna daga, að "ríkismálið" eða Valhallarmálið snúist um hvað sé löglegt og hvað ekki, og eins að friða eigi hvaða fúaspýtu sem er. 

Samkvæmt lögum um húsfriðarnefnd eru friðunarmörk húsa, þeas sjálfvirk friðun, 1918. Þeas hús sem byggð eru fyrir þann tíma njóta friðunarákvæða.

Þetta hús, þeas Valhöll á Seyðisfirði er byggt árið 1918.  í þessu húsi eru innréttingar sem gerðar voru 1897 og eru taldar elstu verslunarinnréttingar á íslandi.

Það er einkum vegna þeirra, sem þetta gamla hús hefur verið til umfjöllunar um friðun.

Það hefði komið til álita að húsafriðunarnefnd friðaði húsið vegna þeirra. Þá hefði þeirri friðun verið þinglýst. Þetta var ekki gert.

Seyðisfjarðarkaupstaður hefur átt í viðræðum við Fjármálaráðuneytið um það verkefni að húsið yrði endurbætt í sátt við sögu sína og því fengið hlutverk og jafnvel nýr staður.  Heimild til þess er í fjárlagafrumvarpi 2008.

ÁTVR hefur bent á slæmt ástand hússins.  Áfengis og tóbaksverslunin hefur rekið þarna verslun í meiri hluta aldar og ekki sinnt viðhaldi þess.  Það er skylda húseiganda að sinna viðhaldi húsa og skulu þau fá leyfi byggingaryfirvalda til að rífa hús.  Það getur ekki talist eðlilegt að opinber stofnun láti húsnæði sitt drabbast niður áratugum saman, án þess að bæta fyrir það með því að skila húsinu af sér í forsvararandi ástandi.

Þetta mál snýst um virðingu.  Við eigum að sýna menningarverðmætum virðingu, hort sem við erum opinberir starfsmenn að etthvað annað.

Allt tal um að það eigi að friða hverja fúaspýtu,  ber vott um fáfræði og þröngsýni.  Þetta mál snýst ekki um bara einhverjar gamlar spýtur. Öðru nær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á að friða þetta hús. Það er alveg fáránlegt að ætla að rífa þetta niður og eyðileggja. Mér fannst þið góð að stoppa þennan gjörning.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 03:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband