10.12.2007 | 16:21
Sorgleg vinnubrögð
Í dag er dimmur dagur á Seyðisfirði.
Stjórnendur Áfengisverslunar Ríkisins senda smiði til að rífa innréttingar úr Áfengisversluninni við Hafnargötu.
Seyðisfjarðarkaupstaður hefur átt í viðræðum við fulltrúa fjármálráðuneytisins og Minjaverndar um yfirtöku og endurnýjun hússins.
Það eru fyrst og fremst innréttingarnar sem gefa þessu húsi sögulegt gildi.
Það er sorglegt að stjórnendur ÁTVR rjúka nú til og láta rífa og stórskemma þessar innréttingar og troða þeim upp í vörubíl.
Hinn 6. 09 2006 samþykkti bæjarráð Seyðisfjarðarkaupstaðar heimild til bæjarstjóra um að ganga til viðræðna við Fjármálaráðuneytið um yfirtöku og enduruppbyggingu hússins, eftir fund sem bæjarstjóri átti með skrifstofustjóra Fjármálaráðuneytisins og forstöðumanni Minjaverndar. Töldu menn hér víst að unnið væri að fjármögnun og frekari vinnslu málsins.
Þessi ákvörðun kemur því eins og köld vatnsgusa á menn hér.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek svo sannarlega undir með þér. Þetta er fyrir neðan allar hellur. Ég hef komið þarna og ég er sammála þér með það að innréttingarnar sem gefa húsinu sögulegt gildi. Skamm skamm ÁTVR.
Þráinn Sigvaldason, 10.12.2007 kl. 16:29
Þetta kemur fram á heimasíðu Seyðisfjarðarkaupstaðar:
Í Fjárlagafrumvarpi 2008, 2. umræðu stendur skrifað undir liðnum Ýmis ákvæði, heimildir, 6.gr. "Fjármálaráðherra er heimilt: Sala húsnæðis, 2.1. Að semja við bæjaryfirvöld á Seyðisfirði um ráðstöfun fasteignarinnar við Hafnargötu 11, Seyðisfirði".
Þannig að í þessu ljósi er þessi tilraun ÁTVR til að rífa burtu innréttingarnar enn furðulegri.
Ég heyrði fleygt í gær að innréttingarnar hefðu átt að fara á pöbb í Reykjavík. Sel það ekki dýrara.
Jón Halldór Guðmundsson, 11.12.2007 kl. 08:23
þetta var aðeins rætt á mínu heimili í kvöld og var niðurstaðan að þetta væri mjög sorglegt, en típískt fyrir ísland þarsem engin virðing er borin fyrir menningarverðmætum - nema stundum á Seyðisfirði
halkatla, 13.12.2007 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.