21.11.2007 | 17:59
Vetur kemur
Síðustu daga hefur verið nokkuð kalt hér austanlands og um daginn kom meira að segja snjór.
Krakkarnir kunna sko vel að meta hann.
Svo er bæjarfélagið í samstarfi við Fljótsdalshérað að bæta skíðasvæðið, byggja nýjan skíða skála og búið að kaup flunkuflottan troðara.
En það er þetta með troðarann. Ef það kemur nú enginn snjór, þarf akki að nota hann. En ef það kemur nægur snjór, verður að hafa nothæfan troðara til að hægt sé að nota skíðasvæðið. En svo, ef það kemur enn meiri snjór, þarf kannski vegagerðin að fá hann lánaðan til að laga ruðninga á heiðinni, eins og oft hefur gerst.
Í raun og veru ætti vegagerðin og samgönguráðuneytið að eiga þennan troðara og semja við bæinn um að hugsa um þetta öryggistæki. Hvað finnst ykkur?
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu ekki í góðu sambandi við samgönguráðuneytið? kv úr kuldanum
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 15:50
Kveðja til þín frá Björgu Blöndal. Hér er kalt en snjólaust sem betur fer. Ennþá alla vega.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 16:57
Já það verður flott í vetur í Stafdal
Einar Bragi Bragason., 22.11.2007 kl. 17:19
Jú, ég er alltaf annað slagið í sambandi við samgönguráðherra. Annars er betra fyrir skíðasamlagið að eiga troðarann og taka svo tekjurnar inn, þegar við getum selt troðarann út.
Málið er bara að bæjarfélagið er að setja kannski 30 milljónir í skíðasvæðið og 38 milljónir til annarra framvæmda. Þannig að það er alveg ljóst að það er verið að eyða peningum sem við eigum ekki.
Samt fengum við skálann fremur ódýrt hjá Alcoa. Þess vegna er hann kallaður kofi Tómasar frænda.
Já, takk fyrir kveðjuna frá henni Björgu. Ég veit að hún mætir á skíðasvæðið í vetur.
Jón Halldór Guðmundsson, 22.11.2007 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.