Bjargdúfurnar og Heilbrigðiseftirlitið

bjargdúfa Í dag birtist í bæjarblaðinu á Seyðisfirði auglýsing frá  Heilbrigðiseftirliti Austurlands þar sem greint er frá því að kvartað hafi verið yfir sóðaskap og ónæði af bjargdúfum,  sem halda til í bænum.  Greinilegt er að einhverjir bæjarbúar hafa yndi af nærveru þessara skepna og fóðra þær.  Þeir eru beðnir um að gera það ekki.

Í auglýsingunni er talað um að þessi dýr hafi jafnvel valdið ónæði við verslanir og veitingastaði. Hefur Heilbrigðiseftirlitið átt tal við Náttúrustofu Austurlands og kom fram í því samtali að dúfurnar eru af stofni bjargdúfna,  sem er villtur og friðaður stofn.  Þeim sé hollast að afla sér fæðu sjálfir, (alveg eins og mávarnir á ruslahaugunum í gamla daga áttu að vita) og ekki sé æskilegt að þeir séu fóðraðir nema í harðæri.

Með þessu sé stuðlað að heilbrigðari bjargdúfum og tekið sé tillit til þeirra sem hafa ama af þeim. 

Mér finnst alveg undarlegt háttalag af opinberri stofnun,  sem gegnir vel skilgreindu hlutverki,  að láta hafa sig í að birta svona auglýsingu.

Það kemur hvergi fram að nein óhollusta eða farsóttarvá stafi af þessum fuglum.  Það eina sem virðist ljóst er að gestir veitingastaða hafi ama af dúfunum.  Þessu trúi ég varla, hér eru engir útiveitingastaðir.

Síðan las ég í blöðunum í dag að Seyðfirðingar eru almennt mjög stoltir af dúfnastofninum og ku hann vera eini dúfnastofninn sem verpir í klettum hér á landi.

Ég kann vel við þessi friðsömu dýr og vona að þær megi búa hjá okkur í bænum í friði áfram. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst þetta nú ansi einkennilegt hjá þér, að vera að finna að því að Heilsueftirlitið sinni sinni skyldu.

Flestum finnst ónæði og sóðaskapur fylgja dúfu í byggð og ég er ekki hrifinn af svona fuglum.

Hreinn (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 14:39

2 Smámynd: halkatla

þú mátt skila kveðju til dúfnanna frá mér - greinilega fallegir fuglar og skemmtilegir hér á ferð

p.s fyrir þá sem ekki vita þá er besta ráðið fyrir þá sem pirra sig á smámunum að hætta að pirra sig á þeim, t.d varðandi svokölluð meindýr, ef þú ert alltaf að spá í þeim þá sækja þau þig heim, en ef þú lætur þau í friði og iðkar live and let live aðferðina þá hætta þau að ofsækja þig. Þetta er nánast algild regla. 

halkatla, 8.11.2007 kl. 15:59

3 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 16:50

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég reyndi nú að fá leyfi til að skjóta þær..............þegar ég bjó í Steinholti...helv. hávaði í þeim og óþrifnaður.

Einar Bragi Bragason., 9.11.2007 kl. 01:05

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ekkert verið á selveiðum nýlega?

Jón Halldór Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 08:32

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he já ég skaut einn svoleiðis víst einu sinni .........innan bæjar.....í úniformi......en hann var að drepast greyið

Einar Bragi Bragason., 10.11.2007 kl. 00:10

7 identicon

PABBI! Afhverju nefndiru ekki að ég ætti afmæli á þessum góða degi?!!

Hrefna Sif (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 20:44

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

- Það eru bara tvær ástæður fyrir því.

1. Bloggið var um allt annað mál.

2.  Ég vildi semja veglegt afmælisblogg út af afmælinu þínu. 

Jón Halldór Guðmundsson, 11.11.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband