3.11.2007 | 19:33
Flýtum klukkunni!
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að flýta klukkunni og vera með sama tíma og England og Danmörk og fleiri lönd. Við erum reyndar aðeins vestar en Danir, en liggjum mjög nálægt sömu breiddargráðu og Tjallarnir.
Fyrir þessu eru aðallega tvær ástæður:
1. Við njótum sólarljóss lengur. Bæði hentar þetta fyrir fólk við vinnu, einnig fær fólk sem búið er að vinna um 5 smátíma til útiveru í skímu á veturna, börnin okkar leika sér meira í björtu eftir skóla. Ef við færum almennt á fætur klukkan 4 og í háttinn klukkan 8, væri þetta í lagi, en svo er ekki með þorra fólks.
Ég held að þessi breyting myndi til dæmis draga úr svokölluðu skammdegisþunglyndi, ásamt fleiru.
2. Við yrðum meða sama tíma og helstu viðskiptalönd okkar og það yrði mikið hagræði.
Þeir sem búa á Seyðisfirði finna þetta vel. Fjörðurinn er umkringdur háum fjöllum og ekki sér til sólar úr sjálfum bænum frá nóvember byrjun og til 18 febrúar.
Um þetta leyti árs er því orðið rokkið þegar mínum vinnudegi lýkur um kl. 17.00.
Ég segi því, flýtum okkur að flýta klukkunni.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til að byrja með, er klukkan í Reykjavík að meðaltali yfir árið um það bil 1 klst. og 20 mín. á undan sólinni. Nú um þetta leyti árs er munurinn minnstur, um það bil 1 klst. og 11 mín. en verður mestur um miðjan febrúar, 1 klst. og 42 mín. - Það eru um það bil 15 lengdargráður í hverri klukkustund, þannig að ef meðaltíminn UTC (áður GMT)er notaður, þá liggur 15. gráða vestlægrar lengdar rétt austan við ystu annes Austfjarða og þá ætti tímamismunurinn að vera þar einni klukkustund á eftir UTC. Þegar hætt var að flýta klukkunni á vorin og seinka að haustinu hér á landi árið 1966 að mig minnir, þá var það sumartíminn sem var festur, þannig að við erum í raun alltaf með klukkuna lágmark 1 klst. á undan réttum sólartíma, raunar nær einni og hálfri klukkustund í Reykjavík. - Það fylgja þessu fleiri hliðar en að geta haft birtu seinni part dagsins, við verðum líka að líta til þess, að færum við þá leið að hafa klukkuna á Evróputíma, þá yrði það þar með lengri tími úr árinu, sem börnin okkar þyrftu að paufast í myrkri í skólann á morgnana, svo við tökum bara eina hlið. Það er svolítið skrítið, að þeir sem halda þessara Evrópuklukkustefnu mest fram eru sama fólkið, og á hvað erfiðast með að vakna á morgnana. Skrítið finnst mér það, því manni þykir ótrúlegt að þessu fólki gengi eitthvað betur að vakna einum eða tveimur klukkutímum fyrr á morgnana er þau þurfa núna. Vísindamenn telja líka að sé klukkan meira úr takti við sólarganginn, komi það niður á líkamlegri og andlegri líðan fólks. Líkamsklukkan er víst meira háð sólargangnum en við nútímafólk áttum okkur á í öllu okkar stressi. Það þarf því að skoða þessi klukkumál ansi mikið betur en bara frá því sjónarhorni að "græða" einhvern birtuklukkutíma í eftirmiðdaginn.
Ellismellur (IP-tala skráð) 3.11.2007 kl. 20:34
Ég er ekki stjörnufræðinur eins og sá á undan og mér finnst þessi hugmynd þín allrar skoðunar verð. Sérstaklega áð sumrun því við fengjum meira logn á morgnana hérna við Húnaflóann. Fríða
Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.11.2007 kl. 02:08
ég er alveg sammála félaga Jóni
Einar Bragi Bragason., 4.11.2007 kl. 18:07
Þetta fann ég á Persóna.is um líkamsklukku:
Í líkamanum er svokölluð líkamsklukka sem stýrir því hvenær menn vaka og hvenær þeir sofa. Þessi klukka stjórnast að verulegu leyti af reglubundnum birtubreytingum í umhverfinu sem hafa áhrif á framleiðslu hormónsins, melatóníns. Melatóníið myndast í svokölluðum heilaköngli í heilanum og á mikinn þátt í því að stýra svefni og vöku. Þannig verða reglubundnar breytingar á líkamlegri og andlegri starfsemi mannsins á hverjum sólarhring. Hæfni manna til þess að leysa af hendi verk sín, árvekni þeirra, athygli og einbeiting er að talsverðu leyti háð tíma sólarhrings. Þekktar eru ýmsar breytingar á líkamsstarfseminni, svo sem breytingar á hitastigi og ýmsum hormónum, sem eru líka háðar tíma sólarhrings, og einnig eru þekkt vandamál því samfara að reyna að sofa og vaka á öðrum tímum en líkamsklukkan segir til um.
Jón Halldór Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 22:53
Ellismellur kemur með góðan punkt. Ef tillaga mín gengur í gegn og við flýtum klukkunni verður enn erfiðara fyrir B-fólkið að vakna. Þetta mælir vissulega á móti þessari breytingu. Við þessu gæti verið tvennt að gera: Svokallaður sveigjanlegur vinnutími sem þekkist víða á íslenskum vinnumarkaði í dag (þó hann hafi trúlega verið fágætur þegar Ellismellur var á vinnumarkaði) getur komið til móts við þarfir þessa fólks. Svo má vera að unnt sé að gera ráðstafanir til að auka melatónið hjá þessu fólki, með bættu mataræði, notkun ljósalampa eða öðrum ráðstöfunum.
Þetta með að börnin paufist í skólann í kolþreyfandi myrkri á morgnana, er nú ansi lítið vandamál. Í þéttbýli eru götuljós og í dreifbýli fara nemendur með svokölluðum skólabifreiðum í skólann nú til dags.
En þessi rök Ellismells eru auðvitað ágætt dæmi um mótrök við þessari tímabreytingu sem eiga alls ekki lengur við í dag í breyttu samfélagi.
Við getum ekki látið allan þorra fólks líða fyrir morgunleti nokkurra einstaklinga, er það nokkuð?
Jón Halldór Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 23:03
Skemmtilegar pælingar, ég er B-maður en maður vaknar þegar maður þarf og best er að njóta birtunnar eins og hægt er. Lampar virka takmarkað.
Þessi speglahugmynd var í Stuðmannamyndinni "Hvítum mávum" var það ekki? Það er allt hægt ef menn eru nógu geggjaðir og ef menn eiga peninga.
Annars er skammtímaþunglyndi stórlega ofmetið fyrirbrigði, við höfum Þorrablót og fleiri skemmtanir sem hjálpa okkur fram á vorið. Menning er holl fyrir sálina eins og þið vitið best á Seyðisfirði.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 4.11.2007 kl. 23:23
Já, ég held að margir hér létti lundina með menningarstarfi, líkamsrækt, nammiáti, spilum, kaffidrykkju og svo framvegis.
Jón Halldór Guðmundsson, 4.11.2007 kl. 23:37
Nei, við megum ekki missa okkar þjóðareinkenni skammdegisþunglyndi ég er allgjörlega á móti þessu Jón.
Hákon Unnar Seljan Jóhannsson, 5.11.2007 kl. 00:43
Það eru fagleg röksemd fyrir þessari hugmynd og hún auðvitað oft verið rædd. Þingmenn hafa reynt að fá þessu breytt og verslunarráð hlynnt slíkum breytingum. Líkamsklukka barna er 6.30 þegar þau mæta í skólann klukkan 8. Hádegi á Íslandi er kl 13.30. Kannski ráð að biðja Alþingi að skoða þetta.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 09:30
Já, ætli það þurfi ekki til. Undir hvaða ráðuneytið heyrir tímatalið?
Jón Halldór Guðmundsson, 5.11.2007 kl. 10:25
Ég tek sko undir þetta með þér Jón. Sérstaklega yfir sumartímann þá gætum við borðað grillsteikina á venjulegum matmálstíma (þ.e.s. ca. kl. 18:00-19:00 )í sól á sólpallinum. Maður þarf að borða milli 17:00- 18:00 ef maður ætlar að láta sólina ylja sér á meðan maður borðar eins og tíminn er núna. Hvers vegna var verið að ðbreyta þessu yfir höfuð?
Heyrir þetta ekki undir okkar mann Össur iðnaðarráðuneytið Kannski félagsmálaráðuneitið Nema hvort tveggja sé
Guðrún Katrín Árnadóttir (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 22:08
Góð hugmynd
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.