Rjúpan er sóknarfæri!

 rjúpaNú hafa landsmenn allir séð,  allavega þeir sem vilja sjá,  að það má ekki ganga lengur götuna til glötunar í rjúpnamálum.  Ef við bara berum saman rjúpuna og hreindýrið er hreindýrið alls staðar með vinninginn:  Stofn rjúpunnar er að þurrkast út, hreindýrsstofninn er í jafnvægi.  Æ minna veiðist af rjúpu,  hreindýraveiðar eru í jafnvægi.  Menn veita sér hreindýraveiðar og fara og veiða eitt dýr.  Það er gullgrafarastemming í rjúpnaveiðum og sumir veiða hundruð fugla.  Hreindýraveiðar eru háðar vel skipulögðu eftirliti,  sem er ágæt aukavinna fyrir vissan hóp,  meðan svartamarkaðsbrask og óstjórn einkennir rjúpnaveiði.

Það sem þarf að gera er að koma á samskonar kerfi á í sambandi við gæsaveiðar og rjúpnaveiðar og er í hreindýraveiðum.  Þá mun ferðamennska blómstra enn frekar á landsbyggðinni og ég sé útlendinga koma í velheppnaðar veiðiferðir utan hásumarstíma,  til að styrkja ferðaþjónustu á landsbyggðinni.  Mörg störf leiðsögumanna verða til.  Vönustu rjúpna- og gæsaskytturnar munu að sjálfsögðu fá vel launaða vinnu sem leiðsögumenn og veiðieftirlitsmenn.  Bændur og landeigendur gætu fengið af þessu nokkrar tekjur og síðast en ekki síst:

Yfirvofandi útrýmingu rjúpnastofnsins yrði bjargað!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér. Annars borða ég ekki rjúpu .

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: halkatla

það verður að bjarga rjúpunni.

halkatla, 8.11.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband