29.10.2007 | 18:27
Má bjóða þér lán með uppgreiðslugjaldi, eða?
Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur lýst vilja sínum til að bæta hag almennings í viðskiptum sínum við lánafyrirgreiðslu.
Á Íslandi eru nokkrir baggalútar tengdir bankaviðskiptum, baggalútar sem vel að merkja, þekkjast varla í öðrum löndum. Dæmi um slíkt eru stimpilgjöld, seðilgjöld og uppgreiðslugjöld.
Á málefnaskrá ríkisstjórnarinnar eru fyrirætlanir um að fella niður stimpilgjald.
Oftsinnis hefur verið bent á að álagning seðilgjalda sé afar hæpin og þá hefur svokallaður fit kostnaður verið litinn hornauga af talsmönnum neytenda. Ýmsir hafa dregið í efa að fit kostnaðurinn standist lög, ef í hart væri farið.
Þá eru það uppgreiðslugjöldin. Þau eru samkeppnishindrandi að áliti ráðherra. En umræðan í dag er á þá leið, að það sé samningsfrelsi á landinu og því ekkert hægt að segja við þessari gjaldtöku.
Mér sýnist allt bera að sama brunni.
Það er skortur á samkeppni á bankamarkaði á Íslandi. Innheimta fitkostnaðar, sem virðist samræmd milli allra bankanna, lyktar sterkt af samráði bankanna. Þarna virðast þeir vera að búa sér til tekjustofn, sem er langt umfram útlagðan kostnað bankanna. Samrekstur bankanna á Reiknistofu Bankanna er kjörinn vettvangur fyrir samráð. Bankarnir eiga tvö greiðslukortafyrirtæki. Þau virðast vera óvirk í samkeppnistilburðum.
Þorvaldur Gylfason hefur nýverið bent á það að vaxtamunur í bankastarfsemi hefur hvarvetna snarminnkað við einkavæðingu ríkisbankanna. Á þessu er þó ein undantekning. Á Íslandi hefur vaxta munur aukist við einkavæðingu. Hagnaðartölur íslensku bankanna tala sínu máli. Vituð ér enn eða hvat?
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú ætti öllum að vera ljóst hvers vegna Samfylkingin átti erindi í ríkisstjórn.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 10:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.