20.10.2007 | 01:04
Er einhver í fjölskyldunni í gleraugnaleit?
Ef þig eða einhvern sem þú þekkir vantar gleraugu, ættir þú að lesa þetta. Það er með einföldum hætti að kaupa gleraugu á netinu.
Vinur minn, sem notar gleraugu, pantaði sér þrenn gleraugu um daginn. Hann valdi fínustu titanium gleraugu og þar af ein lituð (tinted) og verðið fyrir pakkann hingað kominn með flutningskostnaði og 24,5& virðisaukaskatti, hvað haldið þið að þetta hafi kostað?
Innan við 10 þúsund í allt. Þetta voru þenn gleraugu með umgjörðum og það eina sem hann þurfti að skrá var það sem stóð á reseftinu eða sjónvottorðinu frá augnlækninum. Styrkur á hvoru gleri og bil milli sjónpunkta.
Maður verður bara reiður við þessa gleraugnasala landsins. Þetta er greinilega viðskiptagrein, þar sem engin samkeppni ríkir á landinu. En góðir hálsar, það er undir okkur komið að binda enda á það.
Stéttarfélagið mitt greiðir í gegnum sjúkrasjóð gleraugnastyrk, sem getur numið allt að 20.000 á meðlim. Ég mun á mánudaginn hringja í framkvæmdastjóra félagsins og stoppa þetta bruðl. Legg til að félagsmönnum sem verða fyrir áföllum vegna sjúkdóma verði hjálpað enn betur í staðinn. Félagið getur líka hjálpað þeim sem þurfa að kaupa gleraugu. Bara með því að gefa þeim upp slóðina á neðangreinda gleraugnabúð á netinu:
http://zennioptical.com/cart/home.php
Verði ykkur að góðu.Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður verður bara hálfleiður yfir að nota ekki gleraugu!! Takk fyrir hamingjuóskirnar með Útsvarið, deili skoðun þinni á því að við njótum nágrennis við Seyðisfjörð - nú þarf Siggi bara að koma með borinn og bora smágat í gegnum fjallið, þá fullkomnast "naboskabet".
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 20.10.2007 kl. 10:20
Og ég sem er nýbúin aðkaupa mér gleraugu upp á 70.000 raunar tvískipt.
Ætli sé hægt að kaupa tvískipt gleraugu á netinu?
Guðrún Katrín (IP-tala skráð) 20.10.2007 kl. 18:24
Já, það er hægt á þessari síðu. Skilaðu bara þessum og sparaðu Spánarferð.
Jón Halldór Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.