Meingallað kerfi?

Mikil átök eiga sér nú stað í borgarstjórn Reykjavíkur.  Taugatitringurinn hefur leitt það af sér að hlutlæg afstaða hefur vikið fyrir því hvað kemur sér best fyrir flokkinn minn í dag pólitískt.  Þetta skaðar málefnalega umfjöllun. 

argue Við þessa atburði síðustu daga, vaknar í mínum huga spurningin um það til hvers minnihluti og meirihluti í sveitastjórnum er. Er það ekki til að útiloka minnihlutann algerlega frá áhrifum?

Í Finnlandi er ekki myndaður meirihluti. Þar starfar bæjarapparatið þannig að hvert mál fær efnislega umfjöllun og er svo leitt til lykta með atkvæðagreiðslu.  Fyrir vikið er einróma samstaða um lang flest mál.  Fyrir vikið eru menn ekki að rífast um mál,  sem þeir eru sammála um. 

Okkar kerfi hentar fremur þar sem 2ja flokka kerfi er.  Hér er fjölflokka kerfi í stjórnmálum og þess vegna er í raun óeðlilegt að mynda meirihluta og minnihluta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Finnar eru sniðugir. Þá fyrst yrði kosið um menn ekki flokka eða hvað?

Guðrún Katrín Árnadóttir (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 23:19

2 identicon

Sniðugt hjá þeim í Finnlandi. Er svo ekki vodki með í öllu?hehehehehehe

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 21:42

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það eru flokkar og kosið um framboðslista þeirra, alveg eins og hjá okkur.  Það eru bara ekki myndaður meirihluti, sem á að stjórna öllu, heldur er það bara meirihluti bæjarstjórnar í hverju máli sem ræður.

Mér finnst þetta lýðræðislegra og við þessar aðstæður er minni hætta á að minnihlutinn sé óábyrgur. Minni tortyggni milli fólks líka.

Já, svo er þetta með vodkann. Það fer það orðspor af finnum að þeir drekki oft illa. Eitthvað til í því.  Einu sinni hélt ég að finnar væru svona hrifnir af íslendingum af því að við værum svo líkir í skapinu. 

En ég hef síðar heyrt að Finnar séu ofsalega harðir við sjálfa sig.  Gera miklar kröfur til sín.  Þetta er í persónuleika þeirra og við vitum að Finnar hafa náð miklum árangri í ýmsum einstaklingsíþróttagreinum.

Að lokum þetta:

Hér á Seyðisfirði eru tvíburar sem heita Guðjón og Finnur.  Einu sinni fór Guðjón til Hollands með fjölskyldu sinni í frí. Innfæddir heyrðu fjölskylduna tala þetta skrítna mál og spurðu hann hvort hann væri Finni. "Nei, ég er Gaui", svaraði Gaui.

Jón Halldór Guðmundsson, 18.10.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband