Þú verður að taka afstöðu!

bjon ingiNú tel ég að allir verði að taka afstöðu.
 
Það sem gerðist er einfaldlega þetta.  Björn Ingi Hrafnsson ákvað að  slíta meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
 
Sjálfstæðismenn hafa ákveðið að fara í óhróðursherferð gegn Birni Inga, til að hefna fyrir það að sjálfstæðismenn hrekjast frá völdum.
 
Það er látið dynja á landslýð að Björn Ingi hafi skarað eld að köku sinni, vina sinna og flokksbræðra í REI málinu og fleira og fleira.
 
Björn var í stjórn Orkuveitunnar,  en þar voru með honum 2 sjálfstæðismenn, þar að stjórnarformaður.  Hvernig á að trúa því að hann hafi einn vitað hvað gerðist á stjórnarfundum,  eða ráðið einn?
 
Ef að Björn var svona óheill siðblindur og allt hið illa sem finnast má í einum manni,  af hverju valdi sjálfstæðisflokkurinn þennan mann í samstarf?  Það var á ýmsu öðru völ. 
 
Júlíus Vífill Ingvarsson er í fyrstu röð þeirra sem hafa ásakað Björn Inga fyrir að ganga erinda auðmanna, sem sumir eru í framsóknarflokknum.  Júlíus mætti í viðtal í Silfri Egils.  Athygli mína vakti að hann bar fyrir sig fáfræði,  þegar hann fékk spurningar sem hann vildi ekki svara.  Hann vissi ekki hver bauð til fundar sexmenninganna með formanni flokksins, sem haldinn var án borgarstjóra.  Hann vissi heldur ekki til þess að sjálfstæðismenn mínus Villi hefðu boðið vinstri grænum upp á samstarf.  Kannski mun Júlíus nú afla sér upplýsinga um málefni síns flokks,  nú þegar hann er búinn að einbeita sér að því að finna mögulegar ávirðingar Björn Inga?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Til að byrja með vildi ég bara að samstarf XD og XB héldi áfram en núna aðallega í ljósi þess að sjálfstæðismenn  snérust gegn sínum flokksmanni og fóru á leynifund til að koma honum frá að þá skil ég mjög ákvörðun Björns Inga að slíta samstarfinu en auðvita er döpur framkoman við Vilhjálm en það getur hann kennt sínum flokksmönnum um enda hef ég nú ekki verið að sjá Vilhjálm tala svona um Björn Inga en það er skammarlegt hvernig hinir sjálfstæðismennirnir drulla yfir Björn Inga þessa dagana og kannast svo ekki við neitt í þessu máli en það er verra að þjóðin er blind gagnvart þessu og mér finnst ærumæðingarnar í sambandi við Björn Inga ósættanlegar og myndi ekki líðast gagnvart öðrum og svo er sjónvarp í eigu landsmanna sorry en þetta átti að vera í eigu sjálfstæðismanna taka  þátt í svona ósanngjarni herferð

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.10.2007 kl. 15:19

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Úpps átti að vera óásættanlegar

Katrín Ósk Adamsdóttir, 14.10.2007 kl. 16:44

3 identicon

Björn Ingi herðist í eldi stjórnmálanna. Hugsanlega hefur hann eyðilagt frama Hönnu Birnu og Gísla Mareins, en ýtt undir frama Dags og Svandísar. Merkilegt mál. Spái að Villi hætti í pólitík.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 08:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband