Eitt og annað af helginni sem var.

Mig langar hér að drepa niður stílfingri og greina létt frá síðustu helgi.

Ég var búinn að nefna að Gummi og Hrefna Sif komu á föstudaginn. Og Sigga og Sandra komu á fimmtudaginn austur. Hún Sigga á sko miklar þakkir skildar fyrir allt sem hún gerði fyrir okkur. Hún reddaði veislunni. Svo má hún líka vera stolt af krökkunum sínum, Smára og Söndru. Þau eru eiginlega eins og fullorðnar mannsekjur orðin. Svo stillt og flott. Svona er Gulla líka, eins og þeir vita sem þekkja til hennar.

Svo komu Baddi og Eygló líka á föstudaginn. Það var frábært að fá þau líka. Þau drifu liðið í golf á laugardaginn og í því tóku þátt þau, Lárus, Pálmi, ég Gummi og Smári.

Um kvöldið var svo fagnaður í Herðubreið og það voru um 70 manns sem komu.  Jóhanna Gísla var flottur veislustjóri. Smári, Sandra og Sóley fluttu lítið leikrit. Fínt hjá þeim. Gummi og Hrefna Sif sögðu frá ýnsum spaugilegum hliðum á pabba sínum. Ógleymanlegt. Inga Jóna Óskarsdóttir kom mér á óvart og gaf mér húsmæðrafræðslu, geitapar og koníak. Snilld. Inga Þorvalds og Sotti Ara fluttu lag eftir Sotta um mig. Algjör snilld. Ásgeir Friðgeirsson ávarpaði samkomuna og rifjaði upp gamlar stundir. Hann upplýsti að hin raunverulega ástæða þess að við ákváðum að flytja til Seyðisfjarðar hefði verið að hér var þá eina áfengisútsalan á Austurlandi. Ekki að hér væri bókasafn, eins og hafði dottið út úr okkur í atvinnuviðtali. Gamall vinnufélagi, Hjálmar Níelsson ávarpaði samkunduna og rifjaði upp meðal annars þessa vísu:

Forsaga hennar er að umhverfisráðherra kom ásamt nokkrum embættismönnum til viðræðu við Hafnaryfirvöld á Seyðisfirði vegna olíumengunar frá El Grillo. Þegar fundur hófst skipti það engum togum að embættismennirnir að sunnan röðuðu sér þétt við hlið ráðherrans.  

Hafnarnefndin hefur með að gera

Helvítis óþverrann

Auðvitað vildu þar allir vera

umhverfis ráðherrann.

Jónína Rós las upp úr gestabók sinni og Boggu frá því fyrir aldarfjórðungi síðan, en hún fluttist austur á land sem kennari á sama tíma og ég. Sjö nýir kennarar úr mínum árgangi fóru að kenna á Austurlandi. Ásgeir og Jón á Seyðisfirði. Jónína og Bogga á Hallormsstað. Eiríkur á Eiðar. Guðfinna á Fásk. og Freyja á Djúpavog.

Einnig las Jóhanna Gísladóttir upp einhverjar vísur sem fundust í einhverri skræðu í skólanum frá þeim árum sem ég kenndi þar.

Loks má geta þess að Unnar bróðir mætti óvænt í afmælið og kom hann með Eyjólfi syni sínum. Það var flott hjá þeim feðgum.

Á sunnudeginum var fólk í rólegheitunum og fór síðan að týnast burtu er leið á daginn.

Þetta var alveg ógleymanleg helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Þetta var alveg ógleymanleg helgi.........ha var þetta eitthvað slappt koníak

Einar Bragi Bragason., 4.10.2007 kl. 20:30

2 identicon

Já það má segja að þetta hafi verið alveg ógleymanleg helgi..

Ég hlakka til að koma heim aftur, það var svo notalegt að vera heima.

:)

Hrefna Sif (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 21:45

3 identicon

Frábær helgi - þakka kærlega fyrir okkur !   Bíð spennt eftir upprifjun eftir 10 ár...  

Inga Jóna (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 22:59

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, takk sömuleiðis. En verður ekki eitthvað skemmtilegt gert fyrr en það???

Jón Halldór Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 15:09

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ekki ef að koníakið er svona slappt........þá er eins gott að sleppa því eins og ég geri he he

Einar Bragi Bragason., 5.10.2007 kl. 16:05

6 identicon

 kvitt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 16:08

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, og Einar Bragi, takk fyrir koníakið. Ég er reyndar ekki búinn að smakka það ennþá, en heldurða að það sé nokkuð slappt?

Jón Halldór Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 21:46

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Nei var bara að spá þar sem að þessi helgi væri ógleymanleg he he

kíktu á þetta http://youtube.com/watch?v=6X04wZpqx3U&mode=related&search=

Einar Bragi Bragason., 5.10.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband