24.9.2007 | 18:02
Greiðar eru göturnar!
Mér hefur verið tíðrætt um Fjarðarheiði á þessu bloggi.
Jafn erfið og hún getur verið yfirferðar, þegar hálka og ófærð tálmar för, er þessi heiði falleg leið. Fossarnir í Fjarðará eru yndislegir á að líta, þegar ekið er upp á Fjarðarheiði frá Seyðisfirði.
Útsýnið af Neðri Staf yfir Seyðisfjörð er afar fallagt og í góðu skyggni er útsýnið yfir Héraðið af Norðurbrún jafnvel enn fegurra.
Hákon Aðalsteinsson skógarbóndi, skáld, tollari og fleira vann í mörg sumur við tollafgreiðslu ferjunnar Norrönu. Kom hann þá eldsnemma akandi með "Héraðslögreglumönnum" og var einatt í góðu skapi og átti það til að kasta upp vísu.
Hann setti saman eina vísu um Fjarðarheiði. Ég ætla að stelast til að skrá hana hér inn:
Greiðar eru göturnar,
Gott er leiði,
Fagurgrænar freðmýrar
á Fjarðarheiði.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sma viðbót við afmælispælingarnar... til hamingju með daginn....
Eitt sinn varstu lítið barn
með bleiu stóra
og fingur smáa.
Þú óxt úr grasi
og fórst í skóla.
Af stelpum fórstu
að skoða.
Kynntist stelpu
félst fyrir flatur.
Fluttist burt
með henni glaður.
Árin líða
æskan líka.
Því miður gammlingi
þú ert orðin fimmtugur.
Hulda Loftsdóttir
1983-
Í tilefni af fimmtugsafmæli pabba.[ Setja bókamerki ]
Inga Jóna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:55
Takk fyrir ammælisbraginn.
Þessi Hulda er flott skáld. Hvernig kynntist hún Kjarval?
Jón Halldór Guðmundsson, 25.9.2007 kl. 15:57
HAnn á afmææææææææææææææli í Dagggggggggggggg
já hann á affffffffffffffffmæææææææææææææli í dag
Hann á affffffffffffmmmmmmmmmmmmmmææææææææææææli han Jón Halllllllddddddddddddddddór
Hann á afmæææææææææææææli ííííííííí dagggggggggggggggg.
Sungið ala Christina Aguilera
Til lukku
Einar Bragi Bragason., 25.9.2007 kl. 16:01
Síðbúin afmæliskveðja. Nú ertu loksins kominn í fullorðinsmanna tölu. Þú sendir okkur áfram fréttir af Fjarðarheiði þar til við borum í gegn. kv gb
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.