Greiðar eru göturnar!

Mér hefur verið tíðrætt um Fjarðarheiði á þessu bloggi.

Jafn erfið og hún getur verið yfirferðar, þegar hálka og ófærð tálmar för, er þessi heiði falleg leið.  Fossarnir í Fjarðará eru yndislegir á að líta, þegar ekið er upp á Fjarðarheiði frá Seyðisfirði.

Útsýnið af Neðri Staf yfir Seyðisfjörð er afar fallagt og í góðu skyggni er útsýnið yfir Héraðið af Norðurbrún jafnvel enn fegurra.

Hákon Aðalsteinsson skógarbóndi, skáld, tollari og fleira vann í mörg sumur við tollafgreiðslu ferjunnar Norrönu. Kom hann þá eldsnemma akandi með "Héraðslögreglumönnum" og var einatt í góðu skapi og átti það til að kasta upp vísu.

Hann setti saman eina vísu um Fjarðarheiði. Ég ætla að stelast til að skrá hana hér inn:

Greiðar eru göturnar,

Gott er leiði,

Fagurgrænar freðmýrar

á Fjarðarheiði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sma viðbót við afmælispælingarnar...     til hamingju með daginn....

Eitt sinn varstu lítið barn
með bleiu stóra
og fingur smáa.

Þú óxt úr grasi
og fórst í skóla.
Af stelpum fórstu
að skoða.

Kynntist stelpu
félst fyrir flatur.
Fluttist burt
með henni glaður.

Árin líða
æskan líka.
Því miður gammlingi
þú ert orðin fimmtugur.


Hulda Loftsdóttir
1983-
Í tilefni af fimmtugsafmæli pabba.[ Setja bókamerki ]

Inga Jóna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 11:55

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk fyrir ammælisbraginn.

Þessi Hulda er flott skáld. Hvernig kynntist hún Kjarval? 

Jón Halldór Guðmundsson, 25.9.2007 kl. 15:57

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

HAnn á afmææææææææææææææli í Dagggggggggggggg

já hann á affffffffffffffffmæææææææææææææli í dag

Hann á affffffffffffmmmmmmmmmmmmmmææææææææææææli han Jón Halllllllddddddddddddddddór

Hann á afmæææææææææææææli ííííííííí dagggggggggggggggg.

Sungið ala Christina Aguilera

Til lukku

Einar Bragi Bragason., 25.9.2007 kl. 16:01

4 identicon

Síðbúin afmæliskveðja. Nú ertu loksins kominn í fullorðinsmanna tölu. Þú sendir okkur áfram fréttir af Fjarðarheiði þar til við borum í gegn. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband