Huginn - Hvöt á morgun

Úrslitakeppni 3. deildar hefst á morgun. Huginn á Seyðisfirði er í úrslitum að þessu sinni og mun eiga við Hvöt frá Blönduósi. Hvatarmenn eru með þvílíkt hörkulið að sjálfur Grettir Ásmundarson hefði ekki gert betur. Vörnin er svo góð að jafnvel sjálfur Steini á Reykjum og Haukur á Haugi hefðu verið fullsæmdir af. Þarna eru framherjar sem fara langt í að jafnast á við Rabba Rikk, þannig að maður býst við stórleik.

Huginn er með nokkra Dani og einnig mun hann Ljubisa spila með liðinu, þannig að þetta getur varla orðið annað en gaman.

Mætum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Já, kannast við Steina, Rabba og Hauk. Ekki væri verra að hafa Bibba í Eyjanesi í sókninni.

Þröstur Unnar, 24.8.2007 kl. 18:54

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það þekkja þessa kappa margir, en hvernig þekkir þú þá?

Jón Halldór Guðmundsson, 24.8.2007 kl. 19:04

3 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Klárt samkvæmt þessu sem þú segir, Jón Halldór, að þetta verður ekkert mál fyrir Hvatarmenn gegn hálfdönskum Huginsmönnum. Ég lék marga fræga leiki með Hvöt fyrir 50 árum. Í einum þeirra var Albert Guðmundsson línuvörður. Hann stóð sig frábærlega, enda öllu vanur í boltanum. Sem sagt: Áfram Hvöt!!!

Herbert Guðmundsson, 24.8.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband