Sýning sem vert er að sjá...

Ég fór á myndlistarsýningu og tónleika um helgina. Reyndar hvort tveggja tengt lista og menningardögunum Norskar rætur, hér á Seyðisfirði.

Báðir þessir atburðir komu mér gríðarlega á óvart og það þægilaga á óvart.

Ef ég byrja á myndlistinni. Þar fór ég á sýningu í Skaftfelli.  Þar voru að sýna Hulda Hákon, Steingrímur Eyfjörð, Erla Þórarinsdóttir og Jón Óskar. Steingrímur er að koma hingað í krummaskuðið beint af Feneyjabíennalnum. Virkilega flottur að gfera okkur þann heiður. En kannski er heiðurinn hans líka? Verk hans eru umfjöllun um ljóð Einars Más Guðmundssonar, þar sem hann tínir til ljósmyndir og eigin athugasemdir á ljóðin og setur þau upp í viðhafnarlegum koparrömmum.

Hulda Hákon leitar í menningararf Kjarvals og setur á spjöld nöfn muna úr vinnustofu hans. Það er afar forvitnilegt að stúdera hvaða muni meistarinn hafði í návist sinni við sína listsköpun.

Jón Óskar er með myndir í hefðbundnari stíl, en þó líkist uppsetning myndanna óreglulegu letri.

Erla er með myndir af grunnflötum opinberra bygginga í Reykjavík.

Síðan fór ég á tónleika KK og félaga, þar sem blúsinn var leikinn á refjalausan hátt í Herðubreið.

Þorlefur Guðjóns á Bassa. Björgvin Gísla á gítar. Þarf að segja meira? Enda gátu sumir gestanna ekki hamið sig og létu vel í sér heyra er á leið.

Svo kom Garðar Harðar og spilaði sem gestur í nokkrum lögum.

Topp tónlist hjá köllunum.

Takk fyrir mig. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hvrenig er leikið refjalaust

Einar Bragi Bragason., 17.8.2007 kl. 02:08

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ha ha hvernig er leikið refjalaust

Einar Bragi Bragason., 17.8.2007 kl. 02:08

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Án refja?

Jón Halldór Guðmundsson, 18.8.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband