Alveg fáránlegt!

Þessi úrskurður er undarlegur. Það voru dregnar af félaginu 10 stig á síðasta keppnistímabili, vegna nauðasamninganna. Svo er félaginu aftur refsað núna með 15 stigum.

Þetta er harðari refsingar en Ítölsku liðin fengu í mútumálunum.

Svo er sá dráttur sem hefur orðið á þessu öllu saman til að gera Leeds enn erfiðara fyrir. Nú hefur liðið aðeins viku til að kaupa eða fá lánaða leikmenn fyrir keppnistímabilið. Það er ansi stuttur tími til undirbúnings.

En Leeds er einstakt lið og ekkert fær bugað okkur.  Við verðum komnir í hóp hinna bestu, fyrr en ykkur hin getur grunað, þrátt fyrir þetta högg.

 


mbl.is Leeds byrjar með 15 stig í mínus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

Tek undir þetta með þér, ílla að okkur vegið finnst mér

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 3.8.2007 kl. 22:21

2 identicon

Þetta er gjörsamlega fáránlegt. Versta helvítið var þó að losna ekki úr klónum á Bates.

Guðmundur B (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Bastarður Lávarður

Ég hélt að félagið hefði sloppið við mínusstigin 10 með því að lýsa félagið gjaldþrota á síðasta tímabili.
Þetta er rennblaut tuska framan í  Leedspunginn á mér.
Þetta getur bara ekki versnað hjá okkur...krosslegg alla útlimi...og banka á við.

Greyið leikmennirnir. Þeir hafa það ekkert betra en erlendu verkamennirnir hérna á fróni sem fá ekki greidd launin sín.

Áfram L 

Bastarður Lávarður, 4.8.2007 kl. 02:46

4 Smámynd: Halldór Þormar Hermannsson

Ekkert fáránlegt við þetta.

Félagið fékk undanþágu og fékk greiddan út hlut sinn í "The Football League" til þess að geta borgað upp skuldir, það er eitthvað sem ekkert félag hefur fengið áður. Leeds skuldaði m.a. tæpar 8 milljónir punda í ógreidda skatta og hefðu hreinlega ekki fengið sæti í 2. deild án þess að greiða þær skuldir, og fyrir örfáum dögum leit allt út fyrir að svo færi.

En Þrátt fyrir að vera Man. United maður hef ég alltaf haft nokkuð gaman af Leeds og vona að þeir nái sér á strik sem allra fyrst.

Halldór Þormar Hermannsson, 4.8.2007 kl. 05:01

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Algjört rugl

Einar Bragi Bragason., 4.8.2007 kl. 05:28

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst þá að það hefði átt að gera Leeds að endurgreiða þessa peninga, sem þeir fengu greidda út.

Fimmtán stiga refsing þýðir að ef það eru 4 lið í fallbaráttu, þá þýðir þetta að Leeds verður að vinna öll hin 3 liðin í báðum leikjunum til að vinna þetta upp. Snýst þá boltinn um eitthvað allt anna en fótbolta. 

Jón Halldór Guðmundsson, 4.8.2007 kl. 11:43

7 Smámynd: Halldór Þormar Hermannsson

Þeir fengu þessa peninga greidda í gær með því skilyrði að taka á sig 15 stiga sekt, ef klúbburinn hefði ekki fengið þennan hlut greiddan út í gær hefðu þeir ekki getað borgað skuldirnar og þar af leiðandi ekki fengið að spila á komandi tímabili. Ég mundi því segja að þetta væri bara nokkuð vel sloppið. 

Halldór Þormar Hermannsson, 4.8.2007 kl. 16:37

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég vil vitna í tölvupóst sem mér barst til nánari upplýsinga:

En hvað um það. Aðgerðir FL mega ekki snúast of mikið um Bates, svo maður spyr sig: Ef Leeds hafði farið í greiðslustöðvun í júní (og misst 10 stig eftir að síðasta tímabili lauk) værum við þá að byrja nýtt tímabil með 25 stig í mínus núna? Er FL kannski að "hefna sín" á Bates fyrir að nota gat í reglunum til að snuða gömlu 10 stiga regluna? Ef svo, eru það þá eðlileg vinnubrögð?

Þessi stofnun verður að starfa eftir reglum þar sem allir eru jafnir. Hingað til hafa 40 önnur félög farið í greiðslustöðvun síðustu 15 ár og venjulega gengur þetta þennig fyrir sig:
1) Félag sækir um greiðslustöðvun og umsjónaraðilar (administrators) taka við rekstrinum
2) Félagið missir sjálkfrafa 10 stig, og leikheimild (Golden shares) færist til "administrators"
3) Félagið má starfa/spila áfram á meðan greiðslustöðvun varir (dæmi um 18 mánuði)
4) Félagið leitar nauðasamninga við lánadrottna
5) a) Ef nauðasamningar nást ekki er félagið lýst gjaldþrota (t.d. Scarborough), eða ...
   b) Nauðasamningar samþykktir af 75% eða fleiri í atkvæðagreiðslu (CVA)
6) Náist samningar tekur félagið aftur við rekstrinum og endurheimtir "Golden shares"

Það sem gerðist hjá Leeds er að nauðasamningar voru samþykktir en þeirri niðurstöðu var áfrýjað af skattinum. Þá nýttu KPMG (administrators) sér lagaheimild til að innleysa klúbbinn til endursölu. Bates keypti. Sem sagt, málið leyst á annan hátt en áður hefur verið gert.

Við vitum að Football League var í klemmu þar sem þeir þurftu að afgreiða mál sem ekki á sér fordæmi. Ég hef fylgst nokkuð vel með málinu og stóð í þeirri trú að þeir ættu tvo kosti: 1) að samþykkja Leeds, eða 2) að hafna Leeds. Satt að segja sá ég ekki í spilunum að þeir hefðu einhverjar refsiheimildir í svona dæmi. Það hlýtur að hafa fordæmisgildi gagnvart kúbbum sem kunna að lenda í fjárhagsklemmu í framtíðinni. Og það mun gerast. Þá finnst mér 15 stig MJÖG hörð refsing.

Og þá vaknar önnur spurning ... FYRIR HVAÐ ER REFSAÐ?
Er Leeds refsað fyrir að fara ekki sömu leið og hinir 40 klúbbarnir? Eða eru þetta skilaboð frá FL um að klúbbar geti ekki "losnað við skuldir og svínað á skattinum" án þess að fá refsingu? Er það þeirra mál, ef menn fara að lögum? Ef Football League er ósátt við löggjöfina, eru þeir þá ekki komnir á grátt svæði með því að "taka lögin í sínar hendur" og beita refsingum? Hvers vegna eru ekki til fyrirmæli um þetta í reglum Football League? Hverst vegna tók þetta svona langan tíma? Eru þeir að búa til reglurnar, spila eftir eyranu? Skatturinn var ósáttur við forgangsrétt "footballing debts" og vildi láta reyna á þá reglu (sem var barn síns tíma) fyrir dómi. Þeir þurfa að beygja sig undir lögin, þarf ekki FL að gera það líka? Mega þeir taka sér refsiheimild? Þetta er eitthvað sem lögfræðingar munu velt sér uppúr og Bates notar sem efnivið í áfrýjun.
(Haraldur Hansson 4.08.07) 

Jón Halldór Guðmundsson, 4.8.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband