27.7.2007 | 18:56
Fjarðarárvirkjun, hvað næst?
Sagan um virkjun Fjarðarár er orðin afar löng.
Hin gamla Fjarðarárvirkjun var stofnsett árið 1913. Þá voru Seyfirðingar í fararbroddi í virkjunarmálum á landinu. Reyndar voru þeir í fremstu röð á mörgum öðrum sviðum, eins og alkunna er. Sjá; http://www.fjardarsel.is/
Á áttunda áratug síðustu aldar undirbjó Rarik nýja virjun í ánni, en af því varð ekki að pólítískum ástæðum. Árið 2001 féll Rarik endanlega frá virkjun árinnar, eftir að hafa látið rannsaka ána og umhverfi hennar gaumgæfilega.
Íslensk Orkuvirkjun er nú að vinna að virkjun árinnar. Hefur allgóð samstaða um málið verið í bæjarstjórn Seyðisfjarðar, en sama verður ekki sagt um hinn almenna bæjarbúa. Ýmsir bæjarbúar telja að bæjarfélagið sjálft eigi að virkja ána og reka virkjunina til að selja ódýra orku til aukinnar atvinnustarfsemi í bænum.
Þegar málið var til vinnslu, á vettvangi bæjarstjórnar voru engar raddir uppi um að það væri sérstakt kappsmál að þessi virkjun færi í kostnaðarsamt og tímafrekt umhverfismat. Sama er að segja um ferjuhöfnina, þegar hún var í undirbúningi.
Í dag virðist bæjarstjórn Seyðisfjarðar hafa kúvent afstöðu sinni og hefur bæjarstjóri lýst því yfir að Fjarðarárvirkjun hefði með réttu átt að fara í umhverfismat.
Ég vil í framhaldi af þessari afstöðu bæjarstjórnarinnar leggja til að vegurinn um Fjarðarheiði, einkum með tilliti til aðstæðna í illvirði á veturna fari í umhverfismat.
Það ætti að minnsta kosti að leggja að jöfnu mannlíf og mosabreiðu.
Haldgóðar upplýsingar um Fjarðarárvikjun má finna á:
http://www.iov.is/is/verkefni/fjardara/
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja farðu nú að segja frá einhverju öðru en fjarðarárvirkjun eins og t.d. frá uppáhalds dóttur þinni. Getur tekið eina góða færslu um mig :)
Hrefna Sif (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 10:43
Halló,
Teslaturna í stað virkjana. Í gamla daga var víst virkjanafíknin ekki talin til sjúkdóma.
Mér finnst að þeir sem trúi því að það þurfi alltaf að setja eitthvað í samband til að fá orku séu háðir úreltri hugmyndafræði. Það á að endurskapa klettana sem hafa verið sprengdir og náttúruperlurnar sem eyddust vegna Koljakstjörustjórnarinnar. Virkjanir eru geld hugsjón frá gamla tímanum á meðan iðnvæðingin var og hét. Einustu virkjanirnar sem hafa nokkurn tímann komið að gagni hafa verið viðarvindmyllur sem ekki hefur þurft að stífla fossa og ár út af. Fólk á að sjá sómann í því að banna virkjanasinnum og stíflugerðarmönnum aðgang að hálendi landsins með lögum. Bændur sem eru með verðmætar jarðir sem stafar ógn af framkvæmdum hafa rétt á að verja sig með vopnum svo að viðkvæm náttúrusvæði séu ekki eyðilögð. Álfyrirtækin eru að deyja út og teslavæðingin er tekin við af iðnvæðingu. Það þarf að koma á fót hér á landi sérstakri stofnun sem sér alfarið um málefni þeirra framkvæmdaraðila sem þjást af geðrænum vandamálum, svo að þeir séu ekki alltaf að þvælast fyrir ferðamönnunum og eyðileggja ferðaþjónustuna og hálendi landsins. Það á alveg að vera hægt að búa til mót af því sem var sprengt og eyðilagt í kringum Kárahnjúka, og endurskapa hið horfna eða glataða umhverfi þar. Íslenskt samfélag samanstendur að mínu mati af fólki sem er hrætt við rugludalla eins og Rannveigu Rist sem ætti ekki að vera minnsta vandamál að geyma á viðeigandi stað eða stofnun hafi menn þor til. Þetta er allt spurning um hvað fólk þorir og hvað ekki. Áður fyrr þorðu menn ekki í göngutúr upp á hálendið, nú er svo komið að viss minnihluti Íslendinga er ekki lengur fær um að nálgast hálendið og hefur skemmt ímynd íslensku þjóðarinnar vegna þess. Þessi öfgahópur á ekki heima á hálendinu eða í sveitum landsins eða jafnvel innan höfuðborgarsvæðisins eða bæja. Nú þegar hefur Landsvirkjun misst stóra hektara lands síns. Þegar teslavæðingin hefst og menn fara að fljúga um háloftin á bílum og fljúgandi diskum og öðrum umhverfisvænum farartækjum, og fólk fer að nota efni sem það getur borðað til þess að þvo diskana hjá sér, þá verður þetta allt annað mál. Í dag er hlegið að virkjanasinnum og virkjanafólki, það álitið skrýtið eða til óþurftar, og stjórnmálaflokkarnir eru farnir að skynja þetta. Teikning Sigmunds í Morgunblaðinu lætur það vel í ljós að öld ´internal combustion engine´vélarinnar er liðin tíð. Til hvers á fólk alltaf að þurfa að vera að stinga einhverju í samband svo að það geti farið í gang í stað þess að gera eins og Nikola Tesla og þeir sem gátu hugsað eins og hann gerðu? Þetta er frábær vefsíða og ofboðslega falleg. Líkleg til að verða stór og merkileg síðar meir.
Hvað endursköpun glataðra náttúruauðlinda varðar, þá gæti svo farið að menn þurfi að senda videotökumyndavélar aftur á bak í tímann til að taka upp aðstæður til endursköpunar glataðra náttúruauðlinda en í dag búum við þegar yfir tækninni til þess að hanna mót sem geta þolað hraun og annað sem nauðsynlegt er til að endurskapa hinar horfnu náttúruperlur. Allt þetta bull í kringum virkjanir stórskemmir fyrir þeim sem eru með þær á heilanum og vilja drulla þeim úti um allar trissur yfir hálendissvæðum hnattarins, en sem Íslendingi finnst mér mjög gott að hér á landi séu menn farnir að átta sig á að þetta hafi ekki verið góð framkvæmd og að nú þurfi að fara að reikna út hvað kosti að taka allar virkjanirnar niður og þá hljóta spurningar að vakna í kjölfar umræðunnar um að flytja teslaturna til landsins og skipta þeim út fyrir rafmagnslínur í jarðvegi og annan ótuktarskap. Gráhýsin og blokkirnar voru töff á sínum tíma, en þykja á máli hinna yngri á meðal vor í dag ´ekki kúl´lengur. Það gleður mig því að vita, að í dag sé hart tekið á málefnum framkvæmdaraðila sem vegna geðrænna truflana geta ekki umgengst landið eins og aðrir framkvæmdaraðilar sem geta skilið eftir þau svæði sem þeir hafa heimsótt lýtislaus, en það hryggir mig á sama tíma að vita að ekkert sé gert í málefnum geðsjúku framkvæmdaraðilanna, og að þeir séu ekki látnir vita af vanda sínum svo að hægt sé að taka á honum nógu snemma. Því að í gamla daga var víst virkjanafíkn ekki álitin vera sjúkdómur, en nú er víst öldin önnur eins og með áfengisfíknina.
Ásgeir Valur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 13:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.