26.7.2007 | 08:42
Sönderborg á Als eyju
Undanfarna daga höfum við dvalið í Sönderborg hjá frændfólki okkar.
Hún Begga systir Möggu er nýbúin að kaupa hús og er að endurbyggja það. það er því alltaf hægt að finna verkefni á því heimili. Samt höfum vid náð að dobla þau í keilu. Síðan fórum við Sóley í froskaferð í Skóginn með Stebba og Anítu og Júlla og Knúti eldri.
Við höfum líka verið með Reyni og Charlotte. Svo var alveg frábært að hitta Breka, Darra og Mads. Mads er fjögurra ára orkubolti og við höfum ekki hitt hann áður. Við Reynir fórum á ströndina með krökkunum og Breki, Sóley og Aníta syntu í sjónum. Það var "sjovt".
Við höfum líka farið til Þýskalands, eða "Nískalands", eins og það er oft kallað af íslendingum hér. Þar er verðlag á mörgum hlutum svínslega lágt, einkum í "grensubúðunum".
Við fórum út að borða á Jensens Buff hus. Það var mjög fínt. Ég heyrði að einu sinni hefði nýfluttur íslendingur komið þangað. Hann sá skilti á veggnum og þá fauk í hann. Þeir eru bara með hótanir hér, sagði hann. Á skiltinu stóð; "Hvis I er tilfreds, saa er vi tilfreds."
Við viljum þakka Beggu og fjólskyldu fyrir móttökurnar hér og Reyni og Charlotte fyrir góðar stundir.
Nú liggur leiðin heim og fríinu að ljúka.
Kv Jón H
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hef verið þarna í Sonderborg og þvælst aðeins um m.a á Grensuna o.fl. Finnst Als eyja vera meiriháttar staður og væri alveg til í að búa þarna.
Þröstur Unnar, 26.7.2007 kl. 09:00
Ég var nú bara að lesa allar færslurnar núna, hafði gleymt að þú værir hugsanlega að blogga pabbi minn. En það er nú gott að fá ykkur heim.
Kv, uppáhaldsdóttirin :)
Hrefna Sif (IP-tala skráð) 27.7.2007 kl. 10:27
Verði ykkur að góðu og kærar þakkir fyrir komuna og hjálpina. Hér erum við ennþá að vinna að langtímaverkefnunum okkar og erum komin með nýja vinnukrafta frá Íslandi til að hjálpa okkur núna, he he...
Hafið það gott heima á Seyðis!!!
Kv. Begga
Begga (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.