22.7.2007 | 20:59
Ferðast um Alpalönd og heimferðin.
19. júlí fórum við til Sviss með viðkomu í Liechtenstein. Liechtenstein er agnarlítið smáríki með 35 þúsund íbúum. Furstafjölskyldan býr í höllinni sem stendur við höfuðstaðinn Vaduz. Við gerðum þar stuttan stans áður en við héldum inn í Sviss.
Við ókum að Boden vatninu í Sviss. Stoppuðum við þar í bæ sem nefnist Romanshorn. Þar leigðum við okkur bát og sigldum vítt og breitt um Boden vatnið. Þetta var afar ánægjuleg og vel heppnuð sigling.
Þegar við hugðumst svo halda áfram för okkar var Renaultinn hans Sotta eitthvað skrítinn í gangi. Ákvað hann að láta skoða það áður en lengra væri haldið. Var þetta síðla dags og var strax ljóst að ekki væri unnt að gera við hann daginn. Þess vegna var ekkert um annað að ræða en að gista í Sviss. Okkur leist ekki of vel á það í fyrstu, þar sem okkur sýndist verðlag væri þar óhagstætt.
Við fundum gistingu í bænum Amriswil og fórum þar á pissustað um kvöldið. Þar var kokkur sem söng og grínaði fyrir okkur og töframaður sem sýndi sjónhverfingar. Alger snilld.
Daginn eftir drápum við tímann við að kíkja annað slagið á verkstæðið og fleira. Okkur var sagt að hugsanlega væri ekki unnt að gera við bílinn fyrr en eftir helgi, ef það þurfti að panta varahluti frá Frakklandi. Til þess kom þó ekki og komumst við af stað um 6 leytið. Ég var sá auli að týna veskinu mínu þarna og var þó svo heppinn að ekki var mikið af aurum í því akkúrat þá stundina. Lét ég loka kortunum í gegnum síma og gaf upp upplýsingar um mig á lögreglustöðinni í Romanshorn.
Í þessu veseni öllu reyndust Svisslendingar okkur afar vel. Í fyrsta lagi þá var fólkið á gistiheimilinu hjálplegt og leyfði okkur að hringja og slíkt. Í annan stað jóðlaði kokkurinn á pissustaðnum fyrir Sotta. Í þriðja lagi þá voru verkstæðismennirnir afar hjálplegir og ekki dýrir í sinni þjónustu.
Ég hringdi í minn mann í sendiráðinu í Sviss og spjallaði við hann í síma. Hann fræddi mig um stjórnskipun Sviss. Það er byggt upp af kantónum sem hafa mikið vald í sinum málum. Þær eru afar íhaldssamar og sem dæmi nefndi hann að í kantónu einni sunnan St Gallen fengu konur ekki fullan kosningarétt fyrr en á 9. áratugnum.!!
Við notum restina af föstudeginum til að keyra inn í Þýskaland til að létta á laugardeginum í keyrslu. Það voru 1020 km heim og það hefði sko verið erfitt á einum degi!.
Okkur hafði dottið í hug að það væri gaman að koma við í Svartaskógi (Schwartzwald) á leiðinni heim, en það var enginn tíma til þess.
Við gistum í bæ rétt hjá Stuttagarði (Stuttgart), sem heitir Leonberg. Þegar við héldum af stað á laugardaginn sá ég að þessi bær Leonberg er á norðurmörkum Svartaskógs.
Ókum við heim á laugardaginn og komum í hús um kl 19 í Sönderborg.
Vel heppnari ferð var lokið.
Kv Jón H
mk
i
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þetta er merkilegt með kantónurnar og sviss! maður trúir þessu sko varla, en já, er víst satt
en hvað, bauð furstinn í Liechtenstein ykkur ekki í te?
Hafið það áfram gott.
halkatla, 24.7.2007 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.