22.7.2007 | 20:02
Ítalia og Austurríki
Við fórum frá Frakklandi á tjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum 14 júlí.
Ókum við tann dag til Prato með viðkomu í Písa. Ströndin er fjallend á þessum norðvesturhluta Ítalíu og ókum við í gegnum fleiri tugi jarðganga. Pisa, sem er í hinu fallega Toscana héraði kom okkur á óvart. Turninn og kirkjan eru glæsileg mannvirki. Við gistum í bænum Prato. Ókum 484 km þennan dag.
Daginn eftir fórum við til Bedizzola sem er vid Garda vatnið. Við komum þó við í bænum Moglia og fengum þar kaffi. Um kvöldið fórum við að höll sem stendur á tanga sem gengur út í vatnið sunnanvert. Það var mjög fallegt.
Við gistum hjá konu sem heitir Lucia og rekur bed and breakfast í húsi mömmu sinnar, og það var bara gott.
16. júlí fórum við í vatnsleikjagarð við Gardavatnið.
Daginn eftir fórum við norður og gistum í afar fallegum bæ sem heitir Moreno. Þar er þýska töluð ekki síður en ítalska.
Daginn eftir var svo ferðinni heitið til Austurríkis. Sú leið var falleg og ókum við um Týrol, land jóðlaranna. Við gistum þar í skíðabænum Vandans. Þar fundum við "rætur vandans" þegar við þurftum að semja tvisvar um verð á gistingunni.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég vona sannarlega að þið hafið líka komist fyrir rætur vandans. Annar s er fátt skemmtielgra en góðar ferð asögur svo nú er að lesa næsta blogg :)
Jóhanna G. (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.