Lúxemborg - Belgía.

3. júlí héldum við frá Clervaux og var ferðinni heitið til Belgíu.  Miðað við Lúxemborg og vestasta hluta Þýskalands,  virkaði þessi syðsti hluti Belgíu mjög nöturlegur á okkur í alla staði.  Vegirnir voru verri og húsakostur og umgengni síðri.  Ekki bætti úr skák að það rigndi og rigndi.  Þessi syðsti hluti Belgíu er landbúnaðarhérað og er lengra kom inn í landið er landið fjalllendara.  Við ókum um bæinn Batogne og stoppuðum í bænum Saint Hubert.  Þar röltum við um markaðinn og keyptum okkur regnhlífar,  að sjálfsögðu og ávexti.  Við tylltum okkur inn á kaffihús sem prýtt var hausmynd af þjóðhetjunni "Tin Tin", eða Tinna. 

Af þessu loknu fórum við áfram og keyrðum í humáttina til Parísar.  Við komum við í borginni Reims og það undarlega var,  að sú borg virtist hafa mikið aðdráttarafl á undirritaðan,  allavega gekk mér mjög illa að finna nákvæmlega rétta leið út úr borginni aftur.  Nema að það sé hreinlega Reimt í Reims?  En allt fór þetta vel að lokum og áfram var haldið til Parísar.

Eins og áður sagði rigndi mikið þennan dag,  þar sem við fórum,  en er leið á daginn stytti upp á ný.

Við komum til Parísar klukkan að verða 5.  Við ókum rakleitt að giststað okkar,  Le Jardin Secret,  sem er í bænum Noisy-le-Grand,  sem er 60.000 manna bær.  Þessi bær er hluti af stór-París og tengdur henni með metró samgöngum,  sem gengur niðreftir á 10 mín fresti. 

Gestgjafi okkar tók vel á móti okkur og er mjög duglegur að aðstoða okkur og upplýsa um ýmislegt.

Við löbbuðum niðri í miðbæ Noisy í kvöld og fengum okkur tajine og kus kus á Marakesh veitingahúsi.

Við áætlum að fara í Disney-garðinn á morgun.  Skoðunarferð til Parísar er í dagskrá á fimmtudaginn.

Á föstudaginn er áformað að aka af stað suður á bóginn og langar okkur að komast þann dag suður fyrir Lyon. Á laugardaginn förum við svo til Cannes, þar sem verðum í viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband