3.7.2007 | 22:07
Lúxemborg - Belgía.
3. júlí héldum við frá Clervaux og var ferðinni heitið til Belgíu. Miðað við Lúxemborg og vestasta hluta Þýskalands, virkaði þessi syðsti hluti Belgíu mjög nöturlegur á okkur í alla staði. Vegirnir voru verri og húsakostur og umgengni síðri. Ekki bætti úr skák að það rigndi og rigndi. Þessi syðsti hluti Belgíu er landbúnaðarhérað og er lengra kom inn í landið er landið fjalllendara. Við ókum um bæinn Batogne og stoppuðum í bænum Saint Hubert. Þar röltum við um markaðinn og keyptum okkur regnhlífar, að sjálfsögðu og ávexti. Við tylltum okkur inn á kaffihús sem prýtt var hausmynd af þjóðhetjunni "Tin Tin", eða Tinna.
Af þessu loknu fórum við áfram og keyrðum í humáttina til Parísar. Við komum við í borginni Reims og það undarlega var, að sú borg virtist hafa mikið aðdráttarafl á undirritaðan, allavega gekk mér mjög illa að finna nákvæmlega rétta leið út úr borginni aftur. Nema að það sé hreinlega Reimt í Reims? En allt fór þetta vel að lokum og áfram var haldið til Parísar.
Eins og áður sagði rigndi mikið þennan dag, þar sem við fórum, en er leið á daginn stytti upp á ný.
Við komum til Parísar klukkan að verða 5. Við ókum rakleitt að giststað okkar, Le Jardin Secret, sem er í bænum Noisy-le-Grand, sem er 60.000 manna bær. Þessi bær er hluti af stór-París og tengdur henni með metró samgöngum, sem gengur niðreftir á 10 mín fresti.
Gestgjafi okkar tók vel á móti okkur og er mjög duglegur að aðstoða okkur og upplýsa um ýmislegt.
Við löbbuðum niðri í miðbæ Noisy í kvöld og fengum okkur tajine og kus kus á Marakesh veitingahúsi.
Við áætlum að fara í Disney-garðinn á morgun. Skoðunarferð til Parísar er í dagskrá á fimmtudaginn.
Á föstudaginn er áformað að aka af stað suður á bóginn og langar okkur að komast þann dag suður fyrir Lyon. Á laugardaginn förum við svo til Cannes, þar sem verðum í viku.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.