Danmörk - Lúxemborg.

1. júlí ókum við til Schwelm, sem er bær nálægt Essen. Þetta er afar snyrtilegur bær og eftir nokkrar tilraunir fengum við gistingu hjá króata, sem rekur hótel sem nefnist Parkhotel Schwelm. Gott mál að lenda hjá honum.  Við tókum Vinarsnitsel og fínerí að loknum fyrsta deginum.  Magga var slöpp og skyggði það nokkuð á annars vel heppnaðan dag.

Já, veðrið þennan dag var skúrasamt, en ekki slæmt ferðaveður.

2. júlí héldum áfram vestur yfir landamærin til Lúxemborgar. Við fórum yfir Rín í borginni Köln.  Þar stoppuðum við og skoðuðum við hina stórfenglegu dómkirkju.  Síðan lá leiðin í gegnum eins konar þjóðgarð,  sem Eifel nefnist.  Þetta var ákaflega falleg leið.  Þar stoppuðum við í þorpinu Hellenthal og fengum okkur smá næringu.  Nú nálguðumst við landamæri Lúxemborgar.  Þangað var ferðinni heitið til bæjarins Clervaux,  sem er nyrst í smáríkinu.  Þetta er mjög fallegur bær í hlykkjóttri dalskoru,  sem er skógi vaxin upp á fjallatoppa.  Við byrjuðum á að skoða klaustrið sem gnæfir yfir bæinn.  Þar litum við inn í verslun og ræddum við munk,  sem þar var við afgreiðslu.  Hann kannaðist við Laxness, að sjálfsögðu, þar sem Halldór Kiljan dvaldi með munkunum í klaustrinu árin 1921 og 1922. Ríkey og Sóley versluðu fallega krossa í hálsbandi hjá þessum hýra guðsmanni.

Í Clervaux er stór kastali og stór og tignarleg kirkja sem setja mikinn svip á bæinn. 

Við ákváðum að gista í þessum bæ, og fengum gistingu hjá elskulegri gamalli konu,  sem rekur Zimmer Frei gistingu við Benelux torgið.

Veðrið þennan dag var blautt og gerði margar hellidembur á okkur.  Þó vildi svo vel til,  að alltaf þegar við stoppuðum til að skoða okkur um var uppstytta og jafnvel stöku sólarglenna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband