Danmörk í júnílok.

Síðustu 4 daga hef ég verið í Sönderborg og nágrenni.  Við erum búin að fylgjast með hvernig Begga og Stebbi fluttu inn í gamalt, nýtt hús og aðstoðarfólkið mætti og hjálpaði eftir megni.

Við Magga og Sóley gistum hjá Reyni, en hann var ekki heima heldur á Íslandi,  þannig að við heilsum betur upp á hann bráðlega.

Ég fór með Stebba skynditúr til Flensborgar í gær og keyptum við hálft tonn að byggingarefni.  Það var "meget sjov" ferð.

Veðrið hefur verið afar haustlegt hér og skúraveður í Sönderborg.  Við vorum búin að bóka sólböð, því þannig hefur það verið í öll hin skiptin,  sem við höfum verið hér.

Á morgun leggjum við af stað í bílferð til þýskalands, Luxemborgar, Frakklands, Ítalíu, Alpalanda og aftur Deutschlands sem mun taka 21 dag.  Við Magga keyptum okkur navigator tæki fyrir ferðalagið sem kostaði aðeins 22.999 ísl krónur á sértilboði.  Veðurútlit er þokkalegt fyrir leiðina okkar,  miðað við veðurspá næstu daga.  Ferðinni á morgun er heitið til Essen und Trinken,  sem er mjög friðsæll bær á Rínarbökkum.  

Kannski verður bloggað aftur í ferðinni hér ég punktinn að sinni.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÉG held að rigningin sé að hætta og það verði ekkert nema sól og sæla framundan hjá ykkur... fylgist með...  lifið heil og njótið....kv. Inga Jóna

Inga Jóna (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband