Er Norröna einkamál Seyðfirðinga?

Hin mikla og vaxandi umferð með ferjunni Norrönu er stórt hagsmunamál Seyðisfjarðarkaupstaðar og margra íbúa hans.  Þessi starfsemi skapar töluverða atvinnu og er einnig góð og jákvæð auglýsing fyrir bæinn.

Framkvæmdir við uppbyggingu aðstöðu ferjunnar hafa verið kostnaðarsamar og eins og aðrar hafnarframkvæmdir verið kostaðar af mestu leyti af Ríkissjóði.  Hafnarframkvæmdir eru styrktar af ríkinu mismunandi mikið og upp í 90%. Stór hluti af hafnaraðstöðunni vegna ferjunnar var á lægra styrkhlutfalli og framkvæmdir við bílaplön og uppfyllinguna lentu að öllu leyti á sveitarfélaginu.

Þessir ferðamenn sem koma með ferjunni eru að meðaltali 2-3 vikur í landinu og yfirgnæfandi hlutfall þeirra fer hringinn í kringum landið. Meira en 30% þeirra fara á Vestfirði. Af þessu sést að tekjurnar af ferjunni dreifast um allt landið. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að Seyðisfjarðarkaupstaður hafi þurft að bera veigamikinn kostnað  af uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferjuna.

Síðan er líka umhugsunarvert hvers vegna tolladeildin á Seyðisfirði telur enn aðeins einn fastan starfsmann miðað við það umfang sem er í tollamálum á starfssvæði hans. Þar ber hæst bílferjuna og vaxandi erlent flug á Egilsstaðaflugvelli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Svo er tollurinn orðinn opinbert mál?

Jón Halldór Guðmundsson, 26.6.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband