19.6.2007 | 17:15
Fegrunarfélagið á Hvammstanga 50 ára
Á þessu ári er Fegrunarfélagið á Hvammstanga 50 ára. Það var árið 1957 sem Hörður Þorleifsson læknir, Sigurður Eiríksson vélvirki og fleira fólk stofnuðu félagið. Þau héldu skemmtun á sumardaginn fyrsta, þar sem vetur konungur og fleiri verur voru í aðalhlutverki og farið var í skrúðgöngu um Hvammstanga. Söngur og ljóð voru flutt og þessi hefð hefur haldist fram á þennan dag.
Þau gerðu fleira. Þau hófu skógrækt á þessum stað, þar sem flestir töldu ógerlegt að rækta tré. Norðanáttin og kuldinn og hvassviðrið voru of óhagstæð skilyrði til skógræktar. Þetta var trú almennings í mínum heimahögum, árið sem ég fæddist.
En sem betur fer kom í ljós að frumherjar skógræktar höfðu rétt fyrir sér.
Skógurinn við sjúkrahúsið á Hvammstanga er þess vitni.
Og einnig ræktuðu hjónin Siggi og Lilla skóg á túnskika syðst í bænum. Þar er í dag gróskumikill trjálundur, sem prýðir innkeyrsluna á Hvammstanga.
Með þessu starfi sínu sáði þetta félag áhrifamiklu frækorni á Hvammstanga.
Nú eru margskonar tré og plöntur við húsin á Hvammastanga.
Þökk sé Fegrunarfélaginu.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.