Lónið á Seyðisfirði

í dag og í gær hefur verið frábært veður hér á Seyðisfirði. 

Minn vinnustaður er Sýsluskrifstofan og stendur hún við Lónið, þar sem Fjarðará rennur til sjávar. Í þessu Lóni blandast sjór og vatn.  Í Lóninu miðju er hólmi. Þar sem Lónið er grunnt freistast börn og jafnvel unglingar til að ganga út í Lónið, einkum á fjöru.  Mér er ekkert og vel við þessi uppátæki barnanna, því á botninum er aur og leir og í þessu lífræna lagi gætu leynst glerbrot. En ég var víst einu sinni áhyggjulaust barn og maður má ekki taka bernskuna frá börnunum. 

Í kringum þetta Lón standa gömul hús, flest í norskum stíl,  og setja sjarmerandi stíl á Seyðisfjörð.

Heimamenn og sífellt fleiri ferðamenn njóta veðurblíðunnar hér við Lónið.

Það er fátt betra en að ganga hér um í blíðunni og hlusta á fossaniðinn sem heimamenn heyra ekki lengur, en gestir eru margir mjög hrifnir af.

Á margan hátt er Seyðisfjörður einstakur staður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 134591

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband