Hinn fullkomni sjómannadagur

Í dag er sjómannadagurinn.

Á Seyðisfirði er haldið upp á daginn alla helgina. Dagskráin gæti verið einhvern veginn svona:

Á föstudagskvöldið eru menn að ljúka við að undirbúa hátíðina. Margt er um manninn á Shellskálanum, menn að kaupa kók og prins og sígarettur. Dauf vínlykt finnst að einstaka manni. Brottfluttir Seyðfirðingar, sem simir eru sjómenn eru mættir í bæinn og eru þeir hrókar alls fagnaðar.

Á laugardaginn er byrjað á hópsiglingu. Þá fara trillur og togarinn í siglingu með þorra bæjarbúa út á fjörðinn. Allir fá svala og prinspóló og njóta stemmingarinnar. Stoltir trillueigendur sigla sínum bátum með börnum og barnabörnum, sem öll vinna við fjölskylduútgerðina. Það gefur vel í aðra hönd að beita og róa með línu, hjá farsælum trillukarli.

Eftir hádegið er dagskrá á bæjarbryggjunni. Þá er reiptog milli karlmanna í bræðslunni og Fiskvinnlunni. Ásgeir Emilsson fylgist af áhuga með þessu. Þetta eru hans jól.

Síðan fer kvenfólk í Norðursíld í naglaboðhlaup.  Mikið er hlegið og gleði ríkir.  Himneskur ilmur sjávarlyktar og sígarettu liggur í loftinu.

Koddaslagurinn er hápunktur dagsins. Fyrst prófa sig nokkrir frakkir unglingar, en svo kemur lokaslagurinn.  Ungur strákur sem er á bát frá Eyjum keppir við hraustan háseta af heimatogaranum. Þetta eru greinilega mjög frískir drengir. Baradaganum lýkur með því að báðir detta, og tekst heimamanninum að draga hinn með sér í hafið. Allir fagna þessum málalokum og mikið er hlegið.

Um kvöldið stíga síldarstúlkur dans við vélstjóra og beitningamenn við harmóníkuleik í félagsheimilinu.

Á sunnudaginn er gengið til messu og er vel mætt. Stólræðan fjallar um hættur hafsins og lýkur með blessunarorðum sjómanna til handa.

Síðan er sjómannakaffi í félagsheimilinu. Þegar búið er að bera fram rjúkandi kaffi og girnilega hnallþórur færist sæalusvipur yfir margan handflakarann.

Knattspyrnuleikur er næst á dagskrá og eigast þar við sjómenn í gúmmígalla og stígvélum og lið 9 og 10 ára barna í bænum. Að sjálfsögðu tapa sjómenn leiknum vegna þess að þeir skora sjálfsmark undir lokin.

 

Til hamingju með daginn, sjómenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband