Vélstjórinn frá Aberdeen er mættur!!!

Fyrsta júlí árið 1894 var ég settur sýslumaður í Norður-Múlasýslu. Settist ég að á Seyðisfirði og fékk til íbúðar eitt herbergi uppi á lofti í öðrum enda lyfjabúðar Ernst lyfsala.

Þannig hefst frásögn Axels Túliníusar í Gráskinnu hinni meiri þar sem greint er frá afturgöngu téðs skipstjóra.

Fyrsta september árið 1982 var ég ráðinn barnakennari í 3. bekk Seyðisfjarðarskóla. Settist ég að á Seyðisfirði og fékk til íbúðar eitt herbergi í íbúð með samkennara mínum í nýju blokkinni í Hamrabakka.

Þessi 3. bekkur kom til mín í kvöld og las fyrir mig þessa frásögn. Þau gerðu það til að heilsa upp á mig og endugjalda mér að ég gerði mikið af því að lesa fyrir þau í kennslustundum,  þegar ég átti víst að vera að kenna þeim.  Kennslan gekk upp og ofan og ekki alltaf nægilega vel.  Þó sé ég að þetta er myndarfólk allt saman,  sem virðist hafa komist vel á legg og eftir einu tók ég í kvöld:  Þau lesa öll alveg einstaklega vel krakkarnir. Sko mig eftir allt saman!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband