25.5.2007 | 20:32
Þjónusta á Fjarðarheiði
Nú síðdegis í dag átti ég leið yfir Fjarðarheiði. Þetta þykir nú ekki tiltökumál, enda aðeins 27 km til Egilsstaða, sem er helsta þjónustumiðstöð Austurlands.
Ég tel mig fremur löghlýðinn borgara, og er því kominn á sumardekk.
En færðin yfir heiðina seinni partinn í dag var vægast sagt slæm. Það skóf yfir veginn víðst hvar á háheiðinni og þurfti að fara mjög varlega. Enda ákvað ég að fara varlega, minnugur þess að það hafa verið svona 1-2 bílveltur á viku á heiðinni undanfarið. Sem betur fer hafa meiðsli á fólki ekki verið alvarleg í þessum slysum.
Ástandið þarna í dag var að það var mjög hált, snjókrapi og nánast þæfingsfærð á köflum. Ekki spurning að það var full þörf á að hafa plóginn á ferð til að ryðja mesta hroðanum af veginum.
Þegar ég kom í gsm samband þegar nálgaðist norðurfjallið, hringdi ég í Vegagerðina til að láta þá vita. Ég fékk samband við ágætan mann hjá neyðarnúmeri þeirra og tjáði hann mér að vegurinn hefði verið orðinn auður um miðjan daginn og því hefði þjónustu verið hætt.
Ég sagði honum að ég teldi að nú væri þegar í stað þörf á að hefja þjónustu á veginum að nýju og vegurinn væri stórhættulegur, einkum vegna þess að þegar svona hret kemur seint á vori eru menn almennt komnir á sumardekk.
Ég verð að segja að mér finnst afar oft sem þjónustan á Fjarðarheiði sé óforsvaranleg. Það er eins og Samgönguyfirvöld yelji eftir sér að gera svipaðar öryggiskröfur þar og annars staðar á landinu.
Hvenær er sandað í hálku á heiðinni? Af hverju eru ekki vegrið á heiðinni þar sem hátt er fram af? Gera menn sér grein fyrir að þarna gfara um ferðamenn sem koma með Norrönu allt árið, mest erlendir menn sem vita ekki hvað snjór er?
Hvernig er hægt að hætt þjónustu upp úr 8 á kvöldin? Er eðlilegt að takmarka ferðafrelsi með þessum hætti?
Í raun er ekki hægt að þola þetta helsi til lengdar og ekkert vit í öðru en að gera göng undir Fjarðarheiði og tengingu Mið -Austurlands með Samgöngum að forgangsatriði í samgöngumálum landsins. Það er mín skoðun allavegana!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.