11.1.2011 | 14:32
Svaðilför í svaka góðu færi!
Fjarðarheiði er sögð vera vel fær samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar í dag.
Vörubílsstjóri sem var að koma yfir heiðina sem er að ferja vörubíl til útflutnings með ferjunni sagði farir sínar ekki sléttar af för sinni um Fjarðarheiði.
Er hann var að silast upp efri brekkurnar í Norðurfjallinu á litlum hraða kemur á móti honum jeppabifreið sem rann í hálku framan á bílinn og skemmdi framhorn farþega megin. En hlið jeppans er all skemmd.
Ekki var raunum mannsins lokið með þessu. Á heiðinni var mikið kóf svo hann sá ekki mann sem stóð við bíl sinn og var að hreinsa framrúðuna og taldi litlu hafa munað að hann hefði keyrt yfir manninn.
Í dag kom ferjan Norröna með 6 bíla og nokkra farþega sem nú bíða tækifæris að komast yfir heiðina. Heiðin er sögð vera vel fær öllum bílum, en er það auðvitað ekki, því ekki eru allir bílar sem koma erlendis frá vel búnir á negldum hjólbörðum og ökumennirnir flestir alls óvanir svona erfiðum aðstæðum sem eru á Fjarðarheiði.
Heiðin er fljúgandi hál undir snjólagi og skafrenningur og ofankoma.
Skráð af Árna Elíssyni.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vantar tilfinnanlega göng í Mjóafjörð og yfir í Nesk, helst um leið og Norðfjarðargöng. Það er líka nauðsynlegt svo greið leið sé frá álverinu með álrúllurnar í kapalverksmiðjuna ykkar. Fagridalurinn skánar nefnilega ekkert þó það kæmu göng undir Fjarðarheiði.
Baráttukveðjur á Seyðisfjörð ;-)
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 21.1.2011 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.