Margir frambjóðendur!

Þetta hlutfall þeirra sem fengu engan fulltrúa af þeim sem kusu inn á þing er hærra en maður hefði áætlað.  Þó grunar mig að margir hafi kosið mun færri en hina 25 sem heimilt var að kjósa.  Á dögunum fyrir kosninguna kom oft fram að heimilt væri að kjóisa fáa, jafn vel einn frambjóðanda.

Það segir sig sjálft að þegar 522 voru í framboði, þá eykur þetta líkurnar á því að þú fáir engan mann inn, af þeim sem þú kaust.

Ég hef einnig trú á því að margir sem kusu hafi kosið fólk af sínu landssvæði. Það voru til dæmis nokkrir austfirðingar í framboði og enginn þeirra komst inn. Þetta sýnir að íbúar annarra svæða hafa kosið fólk af sínu landsvæði. Austfirðingar hafa einnig gert það, en alls ekkki í nægilega miklum mæli, eða að þeir hafa ekki flykkt sér um sömu frambjóðendurna af sínu svæði.

Mikið hefur verið fjasað um að þátttakan í þesari kosningu hafi verið dræm.  Ég er sammála því.  En miðað við hve mikinn yfirlestur og pælingu þurfti til að kynna sér alla þessa frambjóðendur, og hversu flókið og illa kynnt kosningin var að flestu leyti, þá er engin furða að þátttakan hafi ekki verið betri.  Hinir fjölmörgu umræðuþættir í RUV á besta tíma fyrir allar almennar kosningar í landinu voru ekki til staðar, það var ekki nema einn uppbyggilgeur þáttur á þeim miðli til að kynna kosninguna, sem var reyndar að mér fannst mjög vel heppnaður.

 


mbl.is 44% fengu ekki fulltrúa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband