Oft var þörf, en nú er nauðsyn!

Skuldavandi heimilanna er nú í brennidepli. Mér sýnist að ýmislegt bendi til þess að verið sé að skoða valkosti sem geti leyst vanda hinna verst settu hvað það varðar. Ég er vonbetri hvað þetta varðar en áður. Séreignastefnan hentar ekki öllum, og húsnæðissamvinnufélög og búsetafélög ættu að fá tækifæri til að bjóða fleirum aðstoð sína.
Annað mál sem brennur á fólki er atvinnuleysi, lág laun, alltof og lágar bætur öryrkja og aldraðra og raðirnar eftir matarframlögum.
Það þarf að hækka lægstu laun og bætur á næstu árum. Það er ljóst það er ekki hægt að gera það nema í áföngum. Þangað til og eins til að minnka þörf fyrir matarframlög tel ég að sveitarfélögum og ríkinu beri skylda til að koma á stuðningi sem er í anda nútíma velferðarsamfélags.
Ég tel að hinu opinbera og sveitarfélögum beri skylda til þessa verks og hef mikið velt þessum málum fyrir mér undanfarna daga.
Ég tel nauðsynlegt að félagsþjónusta sveitarfélaga haldi utan um þetta stuðningskerfi.
Heppilegast er að umsækjendur sem uppfylla skilyrði aðstoðar fái greiðslukort sem gilda til úttekta á mat og heimilisvöru einvörðungu og þess vegna þarf samstarf við kortafyrirtæki og einhverjar verslanir sem selja matvæli.
Hér austanlands hefur sá hópur sem þarf aukna aðstoð vegna framfærslu farið stækkandi og ég tel að ekki dugi lengur að keyra út matarávísanir í jólamánuðinum, eins og verið hefur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband