Greifinn af St Kilda.

Karl Einarsson orti mikið og orti hann á fjórtán tungumálum.  Hann orti, að eigin sögn, umkringdur skrifstofudömum, kvæði á frönsku og spænsku, hinu glataða tungumáli Atlantis og maórí og eilítið á dönsku til að kenna Dönum að yrkja, svo eitthvað sé nefnt.

Hann fór jafnframt að titla sig hertoga og Greifann af Sankti Kildu, óbyggðri eyju undan Skotlandsstöndum. Hann bjó til skjaldarmerki þess og innsigli embættisins og stimplaði með riddaraskjöl og vegabréf er hann útbjó sjálfur.

Vilborg Dagbjartsdóttir á í eigu sinni póstkort frá honum og það er með handgerðu frímerki sem merkt er St Kildu og er annað þeirrra að verðgildi "One Gylda".

Karl átti sér þá hugsjón að endurreisa Atlatis ríki á eyjunni St Kilda.

Eitt af tignarheitum Karls var einmitt "Inspector of Atlantis", og spakmæli hans var: "Tíminn og sannleikurinn verða sjaldan samferða".

st-kilda

Meira seinna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband