Góð viðbrögð Halldórs.

Að mínu mati eru viðbrögð Halldórs góð byrjun á því að kirkjan taki til í sínum ranni.

Ég hef orðið þess var undanfarna daga að fjöldi venjulegs kristins fólks íhugar að segja sig úr þjóðkirkjunni.  Ég hef reynt að spyrja hvað það er nákvæmlega sem fólk sættir sig ekki við og þá er svarið að bæði þessi frétt um brot okkar gamla biskups og aðkoma núverandi biskups séu óviðunandi. Þjóðin unir ekki setu í slíkri stofnun, ef kirkjan sýnir ekki í verki að hún líður ekki svona ofbeldi og hún á að standa fortakslaust með brotaþolum.

Nú er alveg rétt að ræða aðskilnað ríkis og kirkju, og kunna að hníga að því mikil rök. Ef þjóðkirkjan tekur ekki á þessum málum mun þjóðin sjá sjálf um málið og segja sig úr þjóðkirkjunni.

Ég hef áhyggjur af þesi öldu úrsagna úr þjóðkirkjunni sem gæti risið hátt vegna þeirrar samfélagsþjónustu sem kirkjan rækir í samfélagi okkar.

Við úrsögn okkar fær kirkjan minni tekjur og það munar um minna í fámennum samfélögum. Kirkjan á staðnum er eftir sem áður opin viðkomandi til að skíra, ferma börn, fylgja aðstandendum til grafar og svo framvegis. Hún hefur bara minni tekjur til að sjá um rekstur, æskulýðsstarf og svo framvegis.

Þess vegna vil ég hvetja til umræðu um málefni kirkjunnar okkar, hún hefur mikilsverðu hlutverki að gegna í þágu samfélagsins.

Það þarf að endurreisa traust á þjónum kirkjunnar. Kirkjan hefur beðið álitshnekki, en ég held að fók treysti afar vel langflestum prestum landsins, sem betur fer.


mbl.is Afsökunarbeiðni kirkjuráðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það þarf að breyta kirkjunni og svona menn eins og Halldór eru kanski akkúrat mennirnir í það. Ef engin breyting verður, heldur kirkjan áfram að vera 6 milljarða króna leikrit sem þjónar nákvæmlega engum tilgangi...leikrit getur maður horft á í sjónvarpinu eða keypt bíómyndir frá Hollywood og horft á yfir popcorni...

Óskar Arnórsson, 25.8.2010 kl. 08:37

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jón, biskupinn fær næstum því milljón á mánuði í laun. Það má alveg spara á þessum bæ þó svo að prestunum finnst hann vera með smánarlega lág laun.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 25.8.2010 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband