Hefur staðið sig mjög vel.

Gylfi hefur að mörgu leyti rutt brautina sem öflugur ópólitískur ráðherra og hefur staðið sig gríðarlega vel.

Ég held að hann sé hér búinn að gefa tóninn fyrir framtíðina og að hæfni og pólitískt bakland verði sameiginlega látin ráða við val í ráðherraembætti.

En megin málið er Gylfi hefur staðið sig frábærlega í starfi.  

Þetta mál um tilsvör hans við fyrirspurnum um gengistryggð lán og lögmæti þeirra er alveg dæmalaust.  Það er ekki ráðherra að taka að sér úrskurðarvald um niðurstöðu mála sem aðeins verða leidd til lykta í dómssölum.  Varla að úttala sig mikið um þau, en bæði ráðherrar og þingmenn hafa gert að mínu mati of mikið af því.  Þeir (löggjafarvaldið) eiga að setja leikreglurnar. Það er annarra að dæma.


mbl.is Ekki kappsmál að vera ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þú ert að grínast er það ekki?

Guðmundur St Ragnarsson, 14.8.2010 kl. 20:42

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Er það ekki skylda okkar allra að koma því á framfæri við þar til bær yfirvöld, ef við höfum grun um að lög í landinu hafi verið brotin.

Þegar ráðherra sem er yfirmaður viðskipta í landinu er ekki upplýstur um grun á lögbrotum í viðskiptum með lánsfé, hlýtur það að vera undarlegt vinnulag.

Að viðkomandi ráðherra geri ekki athugasemd við slíka yfirsjón eru líka undarleg vinnubrögð.

Að Seðlabankinn hafi ekki komið upplýsingum um sama grun um lögbrot til skilanefnda bankanna, eru líka afar undarleg vinnubrögð.

Að yfirmaður viðskipta í landinu sjái ekki ástæðu til að gera athugasemd við það vinnulag er líka stórundarlegt.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.8.2010 kl. 22:47

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég er ekkert að grínast.

Ég styð aðgreiningu framkvæmdarvalds dómsvalds og löggjafarvalds.

Það að upplýsa ráðherra um grun á lögbrotum, eru ekki viðhlýtandi vinnubrögð. 

Jón Halldór Guðmundsson, 16.8.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband