Runólfur enginn veifiskati.

Runólfur Ágústsson sem var nýverið skipaður umboðsaður skuldara hefur ákveðið að stíga til hliðar og segja sig frá starfinu, eftir að umræða um skuldir félags sem áður var í hans eigu, var orðið helsta umræðuefni bloggheimsins.

Ég hlýddi á viðtal við hann í Kastljósi í kvöld og get ekki betur séð en þarna hafi skuldarar misst málsvara sem er skeleggur, hreinn og beinn.

Runólfur benti á að svo virðist sem allir sem tekið hafa þátt í rekstri, hvort sem þeir hafi grætt eða tapað séu litnir tortryggnum augum.

Margt í viðtalinu við hann var virkilega umhugsunar virði.

Vonandi fáum við jafnoka Runólfs í starfið sem fyrst.

Síðan má þátturinn eiga afgananginn af kveðjunum, ef einhver er.


mbl.is Umboðsmaður skuldara hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Skoffínin gerast varla verri en Arni Páll.  Þetta viðrini er bara lélegt jók.  Þarna tókst honum að draga upp einhvern álíka hálvita og hann sjálfur er.  Sá ber nafnið  Runólfur.  Það stóð í tæplega einn dag.  Hvað kemur þetta félagsmálaráðherra viðrini upp með næst??  Þessi Samspilling er algjörlega gjaldþrota og viðbjóðslegur óskapnaður.  Þeir toppa allt í spillingunni og ómerkilegheitunum og láta Framskóknarfjósið  og Sjálftökuflokkinn líta út sem kórdrengi í samanburði.

Guðmundur Pétursson, 4.8.2010 kl. 05:16

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég er sammála þér Jón, og ég hvet fólk VIRKILEGA til að lesa uppsagnarbréf Runólfs sem mér finnst einstaklega hreinskilið og skrifað af yfirvegun.

Að sama skapi er þetta afleitt, afleitt svar hjá Guðmundi Péturssyni. Hann og skoðanabræður hans þyrftu að setja niður fyrir sér dæmið hver hagnaðist og hver tapaði hverju í viðskiptunum, rifja upp umhverfið á þessum tíma og ekki síst - Kynna sér viðhorf Runólfs til þessara viðskipta sem urðu honum svona dýrkeypt. Hann skrifar mjög eftirminnilega um það í uppsagnarbréfi sínu.

Rúnar Þór Þórarinsson, 4.8.2010 kl. 06:45

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Runólfur stóð sig virkilega ILLA í viðtalinu í gærkveldi, sérstklega þegar hann reyndi að útskýra þann hag sem þeir vinirnir höfðu báðir haft af viðskiptunum með snargjaldþrota einkahlutafélagið, þar sem hann reyndi að hylma yfir slóð sína. 

Enda er víst að koma á daginn að sá sem keypti félagið af Runólfi, vinur hans, var víst dæmdur í Hæstarétti fyrir nokkrum árum síðan fyrir skjalafals  ???????????

Sigmar stóð sig virkilega vel og pakkaði þessum auma Samfylkingardindli saman svo ekki stóð steinn yfir steini í málflutningi hans.

Sigurður Sigurðsson, 4.8.2010 kl. 08:15

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvor hafði betur í Kastljósinu - Sigmar eða Runólfur - er ekki heila málið. Þarna misstu skuldarar sinn skelegga og hreinskipta umboðsmann, meðan peningamenn geta andað léttar um sinn.

Peningamennirnir og fjármálakerfið mátti ekki til þess hugsa að fá inn mann eins og Runólf sem segir hlutina beint út og hefði gert skeleggar og réttlátar kröfur fyrir skuldum hlaðið fólkið í landinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.8.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband