Magmað maður, magmað!

Mér finnst umræða síðustu daga um svokallað Magma mál vera afar athyglisverð. 

Ég heyri að flestir sem tjá sig um málið eru á þeirri skoðun að þjóðin eigi að hafa yfirráð yfir auðlindum sínum og njóta arðs af þeim. Hér erum við að tala um þá auðlind sem orka fallvatna er.

Ég vil leyfa mér að trúa því að þetta eigi einnig við um jarðhita og neysluvatn, eða hvað?  Og kannski einnig málma og olíu og gas í iðrum jarðar í landi okkar og landgrunni? Og einnig villt dýr á landinu og í fiskveiðilögsögu?

Til að tryggja það að þjóðin eigi þetta og njóti af því arðsemi, þarf að gera langaumgjörð til að tryggja það. Ekki ráðast á nefnd sem er bundin af lögum sem hafa verið í gildi í 18 ár eða svo. Hlutverk þessarar nefndar sem er úrskuraðnefnd um erlenda fjárfestingu, átti engan anna kost en að meta málið út frá gildandi lögum.

Þú tryggir ekki eftir á, eins og sagt er.  En nú er mál til komið að þingmenn sem vilja að auðlindir landsins séu á forræði íslendinga, tryggi það með lagasetningu. Horfi á þetta mál með eignarhald orkufyrirtækja í víðara samhengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband