LJóð eftir Dag.

Leyfi mér að lesa ljóð eftir höfuðskáld okkar Dag Sigurðarson. Dagur hittir í mark, eins og örvhent handboltaskytta, sem fær sér sjénever á sunnudögum og leikur sinn handbolt eins og ungur sveitapiltur úr Dölum.

 

I
Iða af prúðbúnu fólki
litríkum blómum sem berast
með straumnum

Fögur er fjallkonan
níveabrún á hörund
með kolgeitarbros á vör
í blóðrauðu knésíðu pilsi

"I'm awfully sorry for ya
I know
ya haven't focked for months"

II
Ríkisstjórnin úthlutar
bjargránum einsog móðir
sem gefur barni sínu snuð
túttu í staðinn fyrir brjóst:

Ó elsku almúgamaður
Færðu fórn
vegna atvinnuveganna

(vegna braskarans á Snápahæð
Konu hans
lángar í nýjan pels)

Almúgamaður, framvegis
borðar þú færri
kleinur með kaffinu

Sættu þig vinsamlegast
við hlutskipti þitt vegna
atvinnuveganna og haltu
ó elsku almúgamaður
kjafti

III
Pabbi gefur litla
dreingnum sínum blöðru

bláa einsog Esjuna
eða rauða einsog pils
fjallkonunnar

Fögur er fjallkonan
með svarta bauga
undir lífsþreyttum augum
"I'm awfully sorry
Buy me roses won't ya"

Drengurinn gleðst
meðan blaðran er ósprúngin

Fjallkonan hefur reynt
öll fegurðarlyf
nema heilbrigt líf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband