Skuld áhaldahússins.

Í kosningabaráttunni var mikið rætt um skuld áhaldahússins við aðalsjóð Seyðisfjarðarkaupstaðar. Þessi skuld nemur núna 80,3 milljónum og myndaðist árin 2006, 2007, 2008 og 2009.

Áður var tap áhaldahússins jafnað á þær stofnanir sem keypt höfðu þjónustu þess of lágu verði, til að raunverulegur kostnaður við rekstur vatnsveitu til dæmis kæmi fram þar, en ekki á undirstofnun sem í raun er ekki verkefni í sjálfu sér, heldur þjónustudeild við höfn, vatnsveitu, skóla, félagsheimili, fráveitu og svo framvegis. 

En af hverju var þessi breyting gerð með nýja frjálshyggjumeirihlutanum?

Sumir hafa getið sér þess til að þetta hafi verið gert til að erfiðara væri að bera saman rekstur aðalsjóðs milli ára.  Það sæist ekki eins berlega hvort þessir menn sem töldu fjálglega um slæma stöðu bæjarins fyrr, væru að ná betri árangri en hinir.  Ég veit ekkert hver raunveruleg ástæða er.  Ein af mögulegum skýringum á þessu háttalega er sú að meirihlutinn hafi haft áform um að einkavæða áhaldahúsið.  Það kann að hafa vakað fyrir þeim.

Eina vitræna svarið sem kom frá þeim ágæti mönnum sem reka bæinn okkar var sú að þessi uppsöfnun á tapi breytti ekki heildarniðurstöðu samstæðureiknings.  Ég veit að það er augljóslega rétt og gott að hafa það í huga í sjálfu sér.

En einni spurningu í öllu þessi máli er þó enn ósvarað og er hér með enn og aftur lýst eftir svari við henni.  Hvernig ætla þeir félagar fjármálastjórinn og endurskoðandi bæjarins að jafna þessa uppsöfnuðu skuld áhaldahúss og annarra sofnana við áhaldahúsið?

Svarið við þessari spurningu óskast birt á leynilegum trúnaðarfundi, en alls ekki á heimasíðu bæjarins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 134331

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband