Lýðræði og virkni íbúa.

Mér hefur fundist að á Seyðisfirði séu stjórnhættir með afar gamaldags hætti.  Íbúaþing og borgarafundir eru ekki haldnir.  Fagnefndum eru í sumum tilvikum ekki hvaddar til samráðs við ákvarðanatöku, fyrr en kannski eftir á.

Þrjú dæmi um afleiðingar: 

Frumkvæði í nýsköpun í atvinnulífi er ekki hjá bæjaryfirvöldum, heldur annarsstaðar.

Barátta fyrir sjálfsögðum umbótum, eins og á sviði samganga hefur færst út fyrir vettvang bæjarráðs og bæjarskrifstofunnar.

Afar erfitt er að fá fólk innan hins ráðandi flokks til starfa, fólk hættir gjarnan eftir eitt kjörtímabil. Fólk fær ekki að vera með í ákvarðanatöku og því velur það fremur að sitja heima.

Ég legg til umbætur á heimasíðu bæjarins, sem er reyndar frábær að mjög mörgu leyti. Hins vegar vantar þar inn ansi margt, sem snertir rekstur bæjarfélagsins og mál sem eru í vinnslu í bæjarkerfinu. Þar væri til dæmis nauðsynlegt að hafa fjárhagsáætlun og ársreikninga, eins og gert er hjá mörgum öðrum sveitarfélaögum.  Heimasíða sveitarfélags er ekki til þess gerð, fyrst og fremst,  að horfa á 30 ára gamlar myndir af danskennslu í Herðubreið. Hún er til að upplýsa bæjarbúa um málefni sveitarfélagsins.

Að lokum nokkur orð um Íbúaþing:

" Eins og margir þekkja er oft hætta á því að dæmigerðir borgarafundir einkennist af formlegum umræðum þar sem fáir taka til máls. Íbúaþing er allt annars konar vettvangur, þar sem skapast lifandi umræða sem allir geta tekið þátt í. Eftir skemmtilegan dag liggja síðan fyrir fjölmargar upplýsingar og verða helstu skilaboð þingsins verða kynnt bæjarbúum og bæjaryfirvöldum sérstaklega.

Bæjarstjórn mun síðan vinna frekar úr skilaboðum þingsins, sem kunna að verða grundvöllur að framtíðarstefnumótun sveitarfélagsins, koma að haldi við endurskoðun aðalskipulags og fleira.

Sagt er að Íbúaþingbyggist á aðferðafræði sem er skilvirk leið til að hafa samráð við íbúa um stefnumótun, skipulag eða önnur viðfangsefni sveitarfélaga. Aðferðin sem notuð er við íbúaþing er kölluð “samráðsskipulag”, sem er þrautreynd hugmyndafræði.

Hvað er samráðsskipulag?

Samráðsskipulag er aðferð sem beitt er til þess að virkja fólk til ákvarðanatöku. Aðferðin gefur yfirsýn yfir hug íbúa til tiltekins viðfangsefnis á skömmum tíma þar sem íbúum gefst kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Þannig gefst öllum sem þess óska, jafnt íbúum, fagfólki sem og öðrum hagsmunaaðilum jafnir möguleikar til þess að leggja sitt af mörkum til mótunar skipulags eða tiltekinnar starfsemi sveitarfélags.

Hvað er íbúalýðræði?

Í stuttu máli felst íbúalýðræði í því að bjóða upp á möguleika til að hafa áhrif á umræðu, hvaða verkefni ber að leysa og þá hvernig. Í því felst að auka lýðræði með því að auðvelda íbúum aðgang að stofnunum og ákvarðanaferli í stjórnskipan.

Af hverju ekki að opna stjórnkerfið, hlusta á íbúana? Hvað er að óttast?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Kona sem ég virði mjög mikils vatt sér að mér á förnum vegi að sagði mér að hún væri alls ekki sammála mér.  Hún væri á þeirri skoðun að myndir af danskennslu í Herðubreið væru ómissandi en annað sem ég nefndi að ætti fremur heima á heimasíðu bæjarins.

Mér finnst að þessi ábending segi okkur það að sumum finnst heimasíðan eiga fyrst og fremst að vera félagslegur vettvangur um ýmislegt jákvætt í bæjarlífinu. 

Ég er alls ekki að gera lítið úr þessu hlutverki, þó að ég nefni annað sem miklu skiptir fyrir okkur, eins og fjárahagsáætlun bæjarins og slík gögn um rekstur okkar ágæta sveitarfélags. Mér finnst það mikilvægara.

Það er ekkert óeðlilegt við það að fólk sé sammála mér. Ég geri enga kröfu til þess að allir séu á sömu skoðun og ég. Annað eins væri nú.

Jón Halldór Guðmundsson, 8.6.2010 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband