Búum til besta bæinn á landinu!

Ég var að kynna mér stefnu Besta flokksins. Þar segir:

"Ég er með í að byggja upp borg sem er gaman að búa í alveg sama hvort þú ert lítill eða stór, gamall eða ungur, fatlaður eða skrýtinn. Borg sem er manneskjuleg og þar sem það er ekki alltaf verið banna manni allt. Borg þar sem maður getur hjólað um, öruggur fyrir bílum og svifryki. Borg þar sem maður getur slakað á með börnunum sínum og gert eitthvað skemmtilegt. Eitthvað annað en bara Ævintýraland í Kringlunni og Boltaland í Ikea. Borg þar sem peningunum er eytt í skemmtilega og skynsama hluti, ekki eitthvað bull."

Ég sé að ef Besti hefði ekki unnið í Reykjaík myndu svona 40% af Reykjvíkingum hafa flutt til Seyðisfjarðar, því að sumu leyti er Seyðisfjörður bær, þar sem maður getur gert fullt af skemmtilegum hlutum, peningunum er helst ekki eytt í bull, nema kannski smá.

En samt.  Ég legg til að við hugsum um að stjórna bænum með mannúð og vellíðan fólks sem markmið og búum til enn betri bæ á Seyðisfirði. Ég held að fólkið hér í bæ vilji það í raun. Þó við látum stundum hafa áhrif á okkur og einhver reyni að hræða okkur með einhverju sem skiptir bara engu máli frekar en einhver glansmynd sem er bara grá.  Grá. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband