Boltasumarið 2010 á Austurlandi. Spádómar.

1. deild. Fjarðabyggð er Stoke íslenska boltans. Liðið þekkir sín takmörk, byggir upp á þéttum varnarleik og skapar mikla hættu með föstum leikatriðum.  Spádómur 3. sæti.
2. deild. Höttur er Swansea íslenska boltans.  Liðið er í góðu líkamlegu ástandi og spilar þétta vörn. Sóknarleikurinn er kerfisbundinn og bitlaus á köflum, og byggjast árangursríkustu sóknirnar á einstaklingsframtaki. Spádómur: 2. sæti.
3. deild. Einherji er Wimbledon (MK Dons) íslenska boltans.  Liðið á sér glæsta fortíð, trygga stuðningsmenn og ómælt baráttuþrek, sem fleytir þeim langt. Spá 3. sæti í riðlinum.
3. deild. Leiknir Fásk er Colchester Íslenska boltans.  Liðið er á sér langa sögu og hefur yfirleitt haft á að skipa góðu liði.  Liðið þykir spila góða knattspyrnu og missir oft leiki sem þeir eru klárlega betra liðið í niður í jafntefli.  Nú er lið Leiknis eins og Colchester í Englandi með lið sem hefur alla burði til að gera atlögu að rimmunni um að komast upp. Fullt af góðum leikmönnum. Þurfa að skipuleggja vörnina aðeins betur.  Þá liggur leiðin bara upp.  Spá : 1. sæti í riðlinum og góð frammistaða í úrslitakeppninni.
 Fögnuður
3. deild. Huginn er Carlisle íslenska boltans.  Liðið á sér langa og glæsta sögu, fór upp í 2. deild fyrir fáum árum, en féll eftir 2ja ára veru þar.  Liðinu er ævinlega spáð hrakförum á veturna, en þegar sólin hækkar á lofti á sumrin glæðist gengi þessa gamla stórveldis, sem verður 100 ára eftir 3 ár.  Liðið er með nokkra mjög efnilega leikmenn og nokkra eldri jaxla og mun bæta við sig örfáum lykil leikmönnum fyrir sumarið.  Huginn á sinn Kavanagh, rétt eins og Carlisle, sem er hinn eitilharði Brynjar Skúlason. 
Spá: 7. sæti í riðlinum.  Já, ég sagði að liðinu er alltaf spáð óförum áður en tímabilið byrjar. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband